fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sagður hafa veitt barni áfengi í skiptum fyrir munnmök

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 09:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari gaf á dögunum út ákæru gegn karlmanni fyrir að hafa í tvö skipti veitt ólögráða barni áfengi í skiptum fyrir munnmök og samræði.

Brotin eru sögð hafa átt sér stað í byrjun janúar þessa árs. Í fyrra skipti mun maðurinn hafa látið barninu í té áfengi og látið hana hafa við sig munnmök. Daginn eftir veitti hann, samkvæmt ákærunni, sama barni aftur áfengi, og þá haft við hana munnmök og samræði.

Ákært er fyrir brot á 202. grein almennra hegningarlaga sem leggur 1 til 16 ára fangelsi fyrir að hafa samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára. Til vara er maðurinn ákærður fyrir brot gegn 204. gr. sömu laga, sem segir að hafi brot gegn áðurnefndu ákvæði verið framið „í gáleysi um aldur,“ skal beita vægari refsingu en ella. Þó skal refsingin ekki fara niður fyrir 1 ár í fangelsi.

Foreldri ólögráða barnsins krefst þess, fyrir hönd dóttur sinnar, að ákærði verði dæmdur til að greiða dóttur sinni þriggja milljóna í bætur vegna athæfisins, auk vaxta. Þá krefst saksóknari þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs