fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum en um 200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Ekki er útlit fyrir að úr rætist á næstunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, að mikill skortur sé á hjúkrunarfræðingum og hafi lengi verið og ekki sé útlit fyrir annað en að svo verði áfram.

Spítalinn þarf um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar þeim sem nú þegar starfa á sjúkrahúsinu. Þessi skortur veldur því að ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum í miðjum heimsfaraldri.

„Við höfum bent á vöntun á hjúkrunarfræðingum í áratugi. Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu né að halda hjúkrunarfræðingum í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt,“ er haft eftir Guðbjörgu Pálsdóttur, formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Haft er eftir Sigríði að verkefnunum sé alltaf að fjölga og sjúklingarnir verði þyngri í hjúkrun og það kalli á fleiri hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti einstaki starfsmannahópurinn hjá Landspítalanum en á síðasta ári voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu og voru um 1.600 manns í þeim stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga