fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Búningakaraokekvöldið kannski ekki „sniiild“ eftir allt – 130 smit rakin til viðburðarins á Akranesi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 21:30

Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

130 Covid smit eru nú rakin til skemmtunar á Akranesi og hundruð hafa þurft að dvelja, eða dvelja enn, í sóttkví vegna viðburðarins að því er fram kemur í frétt RUV um málið. Skólahald var um tíma fellt niður á Akranesi vegna málsins.

Viðburðurinn vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, og þá helst fyrir skrautlega markaðssetningu, en auglýsingin fyrir viðburðinn sem birtist á Facebook hljómaði svona:

Það er loksins komið að því! Karaoke kvöööld, óóóóooooo
Þetta verður sniiild, óóóóoooo 
Neeeinei við erum að föndra

Um svokallað „karaokebúningakvöld“ var að ræða.

Sjá nánar: Búningakaraokekvöldið sem lokaði Akranesi – „Þetta verður sniiild, óóóóoooo“

Á Vesturlandi öllu eru nú 173 smitaðir í einangrun og 206 í sóttkví. Langflest smitin eru í póstnúmeri Akraness eða 132. Í samtali við RUV staðfestir Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og umdæmissóttvarnalæknir Vesturlands, að smitin megi rekja til „karaoke-skemmtunar“ síðastliðna helgi. Flestir smitaðra eru á aldrinum 18-30 ára.

Metfjöldi smita greindist hér á landi í gær, eða 168 talsins. Samtals eru 1.260 í einangrun 2.216 í sóttkví. Blessunarlegu eru þó aðeins 18 á sjúkrahúsi, að því er kemur fram á Covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin