fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Ríkisstjórnin tilkynnir nýjar sóttvarnatakmarkanir – Svandís segir takmarkanirnar vægar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 11:14

mynd/skjáskot ruv.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nýjar samkomutakmarkanir sem samþykktar voru á ríkisstjórnarfundi í morgun séu tiltölulega vægar. Farið er úr 2.000 manna samkomuhámarki niður í 500. Grímuskylda er tekin aftur upp á samkomum og í verslunum og 1 metra reglan er aftur í gildi. Þetta kom fram í viðtölum fjölmiðla við Svandísi fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem hertar aðgerðir voru samþykktar.

Harkalegustu takmarkanirnar eru væntanlega á skemmtistöðum en þeir þurfa nú að loka kl. 23 á kvöldin og síðasti gestur þarf að fara út á miðnætti.

Hertu reglurnar taka að mestu gildi á miðvikudag en grímuskyldan tekur gildi strax á morgun, laugardaginn 12. nóvember.

Svandís sagði aðspurð að skiptar skoðanir hefðu verið um hertar reglur en taldi að sá ágreiningur myndi þó ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður.

167 smit greindust í gær sem er mestu fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins. Af þeim voru 122 utan sóttkvíar og er það líka mesti fjöldi greindra utan sóttkvíar frá upphafi faraldursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi