fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Helmingur þjóðarinnar saknaði Facebook ekki neitt í stóru biluninni – Beit minnst á Miðflokksmenn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. nóvember 2021 13:00

mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

48% þjóðarinnar segist hafa saknað einskis þeirra miðla sem lágu niðri í stóru Facebook biluninni sem skók heiminn í október. Lágu þá Facebook, Messenger og Instagram niðri í um sex klukkustundir.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup.

Þá segjast aðeins 2% aðspurðra bilunina hafa haft gífurlega mikil eða mjög mikil áhrif. 9% segja hana haft frekar mikil áhrif. 35% sögðu engin áhrif.

Lítillegur munur var á niðurstöðum eftir kynjum, en karlar voru almennt minna að kippa sér upp við það að samfélagsmiðlarnir þrír lágu niðri. Þá virðist áhrifin sem bilunin hafði á líf fólks minnka eftir því sem eldri aldurshópar eru spurðir. Einnig var mælanlegur munur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, en fleiri utan höfuðborgarinnar sögðu áhrifin hafa verið lítil.

Lítill munur var á milli svara einstaklinga eftir stjórnmálaskoðunum, nema þá þegar kom að Miðflokknum. en aðeins 1% kjósenda þeirra sögðust hafa látið Facebook bilunina hafa mikil áhrif á sig. 93% sögðu lítil áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin