fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ætla að tryggja framtíð íslenskunnar með vinnustaðakeppni – Reddum málinu hefst 8. nóvember

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reddum málinu er vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir keppast við að lesa texta í gegnum tölvu eða snjalltæki. Um er að ræða stuttar setningar á íslensku sem fara í gagnagrunn Samróms sem hægt er að nota til að kenna tækjum og tölvum að skilja íslensku.  Keppnin er samstarfsverkefni Almannaróms, Háskólans í Reykjavík og Símans og fer fram á vefnum reddummalinu.is

Reddum málinu hefst mánudaginn 8. nóvember og lýkur þann 16. nóvember með verðlaunaafhendingu. Markmið keppninnar er að safna sem flestum raddsýnum, þ.e. lesnum setningum, á íslensku. Keppt verður í þremur flokkum, eftir stærð vinnustaða og verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. 

Tæknin teygir anga sína inn í alla kima samfélagsins, við erum orðin háð henni við leik og störf. Þróun tallausna í snjalltækjum er hröð og ljóst að tæknin muni snerta á enn fleiri þáttum okkar daglega lífs í náinni framtíð .

Við þurfum því að kenna tækjunum okkar að skilja íslensku, til að við getum talað við tækin á íslensku, og þau geti svarað okkur á íslensku. Aðeins þannig tryggjum við framtíð íslenskunnar og sjáum til þess að tungumálið okkar, saga og menning verði hluti af stafrænni framtíð.

Tungumál eru lifandi og breytast í takt við tíðarandann. Íslenskan er allskonar og mestu máli  skiptir að við notum tungumálið.

Að tryggja framtíð íslenskunnar er því eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Gefum íslenskunni nokkrar mínútur og reddum málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi