fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

GDRN með Covid-sjúkdóminn – Aflýsir tónleikum sínum á Iceland Airwaves

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 13:48

GDRN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistar- og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafni sínu GDRN, hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Þetta tilkynntir listakonan fjölhæfa á Instagram síðu sinni. Framundan er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og átti GDRN að stíga á stokk um næstu helgi. Óhjákvæmilega verður ekki af þeim tónleikum.

„Því miður mun ég ekki spila á Iceland Airwaves næsta laugardag því ég greindist með Covid. Mér þykir ofboðslega sárt að geta ekki verið með því ég hef verið svo spennt að spila aftur fyrir ykkur, en vona að ég fái að sjá ykkur á næsta ári,“ segir GDRN í einlægri færslu sem er ekki síður beint til erlendra aðdáenda enda bæði skrifuð á ensku og íslensku.

Iceland Airwaves-hátíðin er með talsvert breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldursins hvimleiða. Til stóð að GDRN myndi troða upp ásamt 15 öðrum íslenskum atriðum í beinu streymi á netinu frá fjórum mismunandi tónlistarstöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“