fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Kári segir að Þórólfur sé of svartsýnn – „Mér finnst þetta svolítill þunglyndistónn í þessu hjá Þórólfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. október 2021 15:30

Kári og Þórólfur. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, spáir bjartari tímum í baráttunni við Covid-19 á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar en viðtal við Kára verður birt á Fréttavakt Hringbrautar sem er á dagskrá í kvöld kl. 18:30.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst yfir þungum áhyggjum af þróun faraldursins undanfarið en mikil fjölgun smita hefur orðið í kjölfar nýjustu afléttinga á samkomutakmörkunum. Hefur Þórólfur sagt að svo kunni að fara að herða þurfi aðgerðir og jafnvel gætu harðar takmarkanir haft áhrif á jólahald.

Kári segir meðal annars í viðtalinu:

„Við lifum í miklu meira návígi hvort við annað og ferðumst miklu meira. Það má vel vera að þegar svona faraldur kemur upp á yfirborðið breiðist hann út miklu hraðar en áður en mér finnst þetta svolítill þunglyndistónn í þessu hjá Þórólfi, þessum ágæta manni og duglega sóttvarnaherforingja okkar. Við ættum ekki að sökkva okkur ofan í djúpar áhyggjur að þessi veira verði hér í mörg ár eða áratugi eða að það komi aðrar veirur af sama toga en við eigum hins vegar að fylgjast grannt með því sem er að gerast út í heimi.“ 

Kári segir að ný bóluefni verði þróuð til að draga verulega út smitum. Einnig reiknar hann með að lyf gegn Covid-19 komi á markaðinn á næsta ári.

Ennfremur segir Kári að hann vilji að sérstök farsóttarstofnun verði til á Íslandi:

„Við þurfum að byggja upp farsóttarstofnun sem fylgist með því sem er að gerast út í heimi, greinir gögn og getur kallað saman hóp stofnana, fyrirtækja og einstaklinga til að bregðast við.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag