fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Nú verður hægt að póstleggja sendingar beint í Póstbox

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 11:36

Gujón Ingi Agústsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn hefur nú kynnt nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína, en þessi þjónusta ber nafnið Skrá og Senda.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Með þessari þjónustu geta viðskiptavinir sparað sér sporin og póstlagt sendingar beint í póstbox sem eru staðsett á alfaraleið um land allt.

Pósturinn er fyrstur fyrirtækja til að bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi og er að sögn Guðjóns Inga Ágústssonar forstöðumanns stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum, um mikið framfaraskref að ræða fyrir viðskiptavini Póstsins.

,,Nýja Skrá og Senda þjónustan opnar á enn fleiri afhendingarstaði sendinga fyrir viðskiptavini Póstsins auk þess sem langflest Póstbox eru opin allan sólarhringinn. Viðskiptavinir geta því póstlagt sendingar þegar og þar sem þeim hentar, sama hvort um er að ræða jólagjafir til annarra landshluta eða vöruskil til netverslana,“ segir Guðjón Ingi í tilkynningu.

Til að nýta sér þjónustuna þurfa viðskiptavinir að vera skráðir inn á „mínar síður“ á vef Póstsins og skrá þar sendinguna áður en hún er póstlögð. Eins þurfa viðskiptavinir að vera með skráð kreditkort hjá Póstinum og heimila sjálfvirkar greiðslur.

„ Leiðir skráningarferlið viðskiptavininn áfram og því ættu allir að geta nýtt sér þessa þjónustu. Í byrjun nóvember munu viðskiptavinir einnig geta skráð sendingar í appi Póstsins sem eykur enn á þægindin,“ segir í tilkynningu.

Guðjón Ingi segir að þjónustan sé nú þegar orðin virk í Póstboxunum á Selfossi, í Þorlákshöfn og í Hraunbæ Reykjavík, en frá byrjun nóvember munu viðskiptavinir geta póstlagt sendingar sínar í 46 póstboxum um allt land.

,,Þess má geta að Pósturinn er sífellt að bæta við fleiri Póstboxum og því mun afhendingarstöðum fjölga með tímanum. Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þeirri framþróun sem Pósturinn er að vinna að og mun fleiri lausnir líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Mun þetta hjálpa netverslunum að afgreiða vöruskil viðskiptavina sinna með enn skilvirkari hætti um leið og vörurnar berast í Póstbox,“ segir Guðjón Ingi ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“