fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ragnar og Vilhjálmur hóta fyrirtækjum, hinu opinbera og bönkunum – „Við munum sækja hverja einustu krónu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. október 2021 17:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gerð síðustu kjarasamninga var litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Við sömdum því með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum.“

Svona hefst pistill sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, skrifa en pistillinn birtist á Vísi. Pistillinn, sem ber yfirskriftina „Við munum sækja hverja einustu krónu“, virðist vera eins konar hótun til Seðlabankans en einnig til hins opinbera, bankanna, tryggingafélaga og fyrirtækja í þjónustu og verslun.

Ástæðan fyrir því að Ragnar og Vilhjálmur ætla að „sækja hverja einustu krónu“ er sú að undanfarið hafa stýrivextir hækkað „Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023. Eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019,“ segja þeir í pistlinum.

„Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“

Ragnar og Vilhjálmur segja þá að hið opinbera, bankarnir, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun hafi hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ segja þeir í lok pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“