fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gerður afturreka með himinháar kröfur vegna uppsagnar sem reyndist lögmæt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:31

Skutulsfjörður og Ísafjarðarbær mynd/Háskólasetur Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í gær Ísafjarðarbæ af 66 milljóna kröfum karlmanns sem bærinn sagði upp sumarið 2020.

Forsaga málsins er sú að í skýrslu ráðgjafafyrirtækis sem bærinn lét vinna fyrir sig vegna mikils launakostnaðar hjá sveitarfélaginu voru gerðar 69 tillögur sem miðuðu að því að bæta stjórnsýslu, rekstur, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna Ísafjarðarbæjar, að því er segir í dómnum. Varð niðurstaða bæjarins og ráðgjafa hans að leggja ætti starf mannsins niður og færa verkefni hans til annarra stofnana og starfsmanna sveitarfélagsins.

Maðurinn hélt ýmsu fram við dóminn. Meðal annars að niðurlagning starfsins væri samsæri stjórnarflokkanna um að koma einum bæjarfulltrúa í vinnu. Þá hélt hann því einnig fram að þar sem að bæjarstjórn hefði ráðið hann í vinnu 1984, mætti aðeins bæjarstjórn segja sér upp. Sagði hann jafnframt bæinn ekki hafa virt meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, enda hefði mátt beita vægari aðferðum við að ná fram sparnaði í rekstri sveitarfélagsins en með því að reka sig, rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að hafa ekki kannað störf annarra starfsmanna, eða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með því að hafa ekki gefið honum tækifæri á að sækja um ný störf sem urðu til við hagræðingaraðgerðirnar, jafnvel þó engin ný störf hafi orðið til við hagræðingaraðgerðirnar.

Þá hélt maðurinn því fram að hann hefði getað starfað hjá bænum til 72 ára aldurs, og gerði hann því kröfu að fá greitt í bætur hugsanlegar tekjur hans hjá bænum til þess aldurs. Bærinn hélt því aftur á móti fram að hann hefði margoft lýst því yfir við starfsmenn sína að hann ætlaði sér að hætta 65 ára, og hefði óskað eftir því við bæinn að bærinn flytti umsamda yfirvinnu hans yfir í grunnlaunataxtann til þess að auka lífeyrisréttindi sín síðar meir.

Í niðurstöðu dómsins segir að opinberir aðilar þurfi ætíð að byggja ákvarðanir sínar á málefnalegum grunni. Við vinnslu skýrslunnar umræddu hafi verið tekin viðtöl við starfsmenn bæjarins og störf þeirra skilgreind. Niðurstaðan hafi verið að best væri fyrir bæinn að leggja starf mannsins niður, enda hann á háum launum. Var þá farin þá leið að boða til fundar með tölvupósti sem bar fyrirsögnina: „Samningur um starfslok.“ Engu að síður sagðist maðurinn hafa orðið fyrir áfalli þegar hann mætti á fundinn og frétti að það ætti að reka sig. Krafðist maðurinn tveggja milljóna í miskabætur. Skemmst er frá því að segja, að dómurinn hafnaði þeim kröfum.

Í niðurstöðunni segir jafnframt:

Í skýrslu fyrir dómi gerði bæjarstjóri stefnda grein fyrir ástæðum þess að við hagræðingaraðgerðir á umhverfis- og eignasviði hefði verið farin sú leið að leggja niður starf yfirmanns eignasjóðs og er framburðar hans áður getið. Að öllu framangreindu virtu eru ekki efni til að hnekkja því mati stefnda að unnt væri að skipa verkefnum sem heyrðu undir yfirmann eignasjóðs með öðrum og hagkvæmari hætti og að ekki væri lengur þörf fyrir starfsmann í því starfi.

Segir þá jafnframt um ásakanir um að bærinn hafi búið til starf fyrir einn bæjarfulltrúa:

Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi er ljóst að sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs stefnda tók yfir stóran hluta þeirra verkefna sem stefnandi sinnti áður, og sinnir þeim sjálfur eða hans  undirmenn, auk þess sem að tiltekin verkefni voru flutt til forstöðumanna stofnana stefnda. Við tilfærslu verkefna varð hvorki til annað starf hjá stefnda né gátu önnur störf staðið stefnanda til boða. Verður samkvæmt þessu fallist á með stefnda að ákvörðun um að leggja niður starf stefnanda hafi verið reist á málefnalegum sjónarmiðum og ekki hafi verið gengið lengra en nauðsyn bar til að ná settu  markmiði. Stefnandi verður jafnframt ekki talinn hafa fært haldbær rök fyrir því að við ákvörðun stefnda hafi verið brotið gegn öðrum megin reglum stjórnsýsluréttar.

Dómurinn, sem fyrr segir, sýknaði Ísafjarðarbæ af kröfum mannsins og féll málskostnaður niður. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hyggst áfrýja þeim dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv