fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Katrín kærði nauðgun til lögreglu – Málið fellt niður þrátt fyrir tvær játningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. október 2021 17:00

Katrín Von Gunnarsdóttir. Innfellt er skjáskot af játningu gerandans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Von Gunnarsdóttir er 18 ára gömul stúlka frá Aðaldal, rétt fyrir utan Húsavík. Fyrir um ári síðan kærði hún nauðgun. Þrátt fyrir að gerandinn hafi tvisvar játað brot sitt, annars vegar í textaskilaboðum til Katrínar sjálfrar og hins vegar í samtali við vinkonu hennar, lét lögreglan á Akureyri rannsókn málsins niður falla og bar fyrir sig að Katrín hefði ekki verið nógu hrædd.

Katrín segir í samtali við DV að hún hafi kært niðurfellingu málsins til héraðssaksóknara sem lét málið einnig falla niður á þeim forsendum að orð stæði gegn orði.

Katrín hefur birt skjáskot af játningu gerandans. Mörg dæmi eru um að sambærilegar, en einnig vægari játningar í formi textaskilboða, hafi verið hluti af sönnunargögnum sem leitt hafi til sakfellingar í kynferðisbrotamálum. Auk gagna af þessu tagi er það oft vitnisburður vina, sem og trúverðugleiki vitnisburðar ákærða og þolanda sem leiða til sakfellingar í kynferðisbrotamálum.

En þessar játningar dugðu í tilviki Katrínar ekki til ákæru. Hún fer yfir málið í Facebook-færslu sem hún hefur gefið DV leyfi til að endurbirta. Lýsir hún atvikum þar svo:

„Fyrir nákvæmlega ári síðan á morgun var mér nauðgað af manni sem ég treysti. Daginn áður en það gerðist hringdi ég grátandi í hann af því að mér leið ömurlega yfir deginum, 15.okt, sem er afmælisdagur mömmu minnar sem lést 2013 eftir langa og erfiða baráttu við andleg veikindi. Ég hringdi í þennan mann af því að þarna var hann sú manneskja sem ég treysti einna best af fólkinu í kringum mig. Kvöldið eftir nauðgaði hann mér á mínu eigin heimili. Staðnum sem ég á að vera öruggust á. Hvort hann hafi nýtt sér viðkvæmni mína þennan tiltekna dag veit ég ekki en það breytir engu.

 Hann fékk gistingu hjá mér eftir djamm þetta kvöld og tók það skýrt framm áður en hann kom að hann vildi EKKI stunda kynlíf með mér. Eftir að hann kom var allt eins og vanalega. Hann kom með í hesthúsið og við kláruðum að setja hrossin sem ég var með í tamningu inn og gefa þeim fyrir nóttina. Eftir að við komum inn og vorum komin upp í rúm til þess að SOFA var ég í símanum að skoða samfélagsmiðla eins og flest önnur kvöld áður en ég fer að sofa. Ég fann að hann byrjaði að strjúka á mér lærið sem ég man að mér fannst mjög óþægilegt og lagði frá mér símann og þóttist vera farin að sofa. Ég þóttist svo vera sofnuð þegar hann byrjaði að reyna meira af því að mér leið illa og ég vildi bara fara að sofa enda hafði ég engan áhuga á neinu öðru með þessum manni. Ég man hvernig hann snerti mig og hvíslaði í eyrað á mér: “segðu bara já eða nei, þú þarft ekki að vakna”.

 Með þessum orðum gerir hann það ansi skýrt að hann heldur að ég sé sofandi. Ég svaraði honum ekki enda leið mér mjög illa í þessum aðstæðum og þorði ekkert að segja. Ég bara fraus, lamaðist og kom ekki upp úr mér orði. Honum var augljóslega skítsama um það hvort ég væri vakandi eða sofandi og nauðgaði mér á meðan ég “svaf”. Ég safnaði svo kjarki í það að snúa mér við svo hann næði ekki að halda áfram og þannig hætti þetta. Hann fer að grenja, spyr sjálfan sig að því afhverju hann gerði þetta og tekur upp vasahníf í herberginu mínu til þess að ég best veit, skaða sig. Þá fyrst næ ég að segja honum að sleppa hnífnum og drulla sér út.“

 Orð gegn orði – tvær játningar

 Katrín rekur síðan atburðarásina eftir atvikið, samtöl við vini sína og stuðning þeirra, játningar mannsins og þau viðbrögð yfirvalda að fella niður rannsókn og ákæra ekki, á þeim grundvelli að um væri að ræða orð gegn orði. Katrín spyr hvernig tvær játningar geti samræmst niðurstöðunni orð gegn orði.

Skjáskotið sem Katrín birtir af játningu gerandans er hér fyrir neðan:

 

Katrín bendir á að gerandinn fái að halda áfram óáreittur með sitt líf á meðan hún sitji uppi með afleiðingarnar af ofbeldinu. Hún segir að vissulega eigi gerendur að eiga afturkvæmt út í lífið en þeir verði þá að sýna iðrun.  

 „Fyrstu viðbrögð hjá mér eftir þetta er að segja vinum mínum frá sem allir trúðu mér strax og voru ekkert nema góðir við mig. Ég kærði hann svo 7 dögum seinna með játningu frá honum í skilaboðum, vini mína sem ég talaði við þetta kvöld sem vitni og einnig sameiginlega vinkonu okkar gerandans sem vitni þar sem hann játaði líka fyrir henni. 9 mánuðum seinna var málið mitt fellt niður með þeim rökum að “ég var ekki nógu hrædd” á meðan þessu stóð. Ég kærði niðurstöðuna og í dag, 12 mánuðum eftir atburðinn, fékk ég að vita að kæran var endanlega felld niður og að það er ekkert sem ég get gert meira í þessu. Rökin í dag voru “orð á móti orði”.

 HVERNIG er það orð á móti orði ef að ég sem fórnarlamb er með TVÆR fokking játningar frá geranda. Hans orð á móti eru þau að “hann hafi sagt þetta til að róa mig niður”.

Síðan hvenær róar það fólk niður að segjast hafa fokking nauðgað því??? Og hver eru þá fokking rökin fyrir því að hafa játað þetta fyrir vinkonunni???

 Hvernig í andskotanum er þetta orð á móti orði ef þolandi segir að gerandi nauðgaði sér og gerandi játar tvisvar að hafa nauðgað þolanda?!

 Hvernig í andskotanum er réttlátt að fella niður kæru með tvær játningar frá geranda af því að þolandi var “ekki nógu hrædd” á meðan þetta átti sér stað?!

 Er ekki nóg að ég hafi ekki sofið í 4-5 mánuði eftir þetta?

Er ekki nóg að ég hafi þurft svefnlyf en SAMT ekki getað sofið?

Er ekki nóg að ég hafi byrjað að skaða sjálfa mig?

Er ekki nóg að ég hafi þurft að hitta geðlækni?

Er ekki nóg að ég hafi þurft að byrja á þunglyndis- og kvíða lyfjum?

Er ekki fokking nóg að mér hafi liðið það illa eftir þetta að ég lokaði á nánast alla fjölskyldu og vini mína og byrjaði að haga mér eins og fífl vegna vanlíðan?

 Hvernig mögulega eiga þolendur að vinna svona mál ef að tvær játningar frá geranda eru ekki nóg???

 Hvernig í andskotanum er sanngjarnt að hann fái að lifa sínu lífi eðlilega án þess að þurfa að gjalda eitt eða neitt fyrir gjörðir sínar.

 Hvernig í fokkanum er sanngjarnt að ég þurfi að eyða mínum lífi í að vinna upp öryggi og sjálfstraust eftir að hann gjörsamlega stútaði því.

 Ekki misskilja mig samt, það eiga allir að fá séns til að gera betur og takast á við sín vandamál en fólk þarf þá að byrja á því að TAKA FOKKING ÁBYRGÐ!!!

Hvaða fokking kjaftæði er Íslenska réttarkerfið í alvöru fokking talað!“

 

Níu konur kæra íslenska ríkið

Í þessu samhengi er fróðlegt að rifja upp að fyrr á þessu ári kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa kært nauðganir, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögrelgu, en mál þeirra voru felld niður. Um þetta má lesa í grein á vef Stígamóta. Þar kemur einnig fram að aðeins 17% tilkynntra nauðgunarmála fara fyrir dóm en önnur mál eru ýmis felld niður af saksóknara eða lögregla hættir rannsókn. Aðeins um 13% mála enda með sakfelllingu. Sjá nánar hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala