fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Fréttir

Skúli horfði á Grímu skríða kviknakta upp úr sjónum með kind í fanginu – „Hún er miklu meiri töffari en ég“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. október 2021 08:53

Skúli lýsir Grímu sem töffara í viðtali við Fréttablaðið, og segir hana hafa dregið sig upp úr þunglyndi sem blasti við eftir hrun WOW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, fyrrum stofnandi, eigandi og forstjóri WOWair er viðfangsefni helgarviðtals Fréttablaðsins þessa helgina. Segir hann þar sínu persónulegu sögu og heldur engu undan.

Skúli segist þar meðal annars hafa sokkið djúpt eftir gjaldþrot WOWair, en 1.500 starfsmenn störfuðu fyrir flugfélagið þegar það fór á hliðina með miklum látum árið 2019.

Aðspurður hversu djúpt Skúli hafi sokkið svarar hann: „Alla leið.“ Hann segist eftir á að hyggja, hafa átta að leita sér aðstoðar. „Reiðin og sorgin tókust heiftarlega á í hausnum á mér. Eftir alla uppbygginguna  fannst mér ég vera einskis nýtur. Mér fannst ég líka hafa brugðist svo mörgum, starfsfélögunum sem höfðu lagt nótt við dag til að byggja upp félagið með mér, öllum fjárfestunum, vinunum, fjölskyldunni og nýrri konu, henni Grímu minni sem ég hafði kynnst þegar allt lék í lyndi, en þegar þunglyndið sótti hvað harðast að mér bauð ég henni að fara frá mér, þetta væri ekki ferðalagið sem ég hafði ætlað henni með mér. Ég var andlega og líkamlega gjaldþrota,“ segir Skúli í viðtalinu.

Kviknakin í sjónum með kind

Skúli fer afar fögrum orðum um konu sína, Grímu Björg Thorarensen, og segir hana hafa mátt þola mikið umtal frá því þau byrjuðu saman, en Gríma er 20 árum yngri en Skúli. „Og vel að merkja,“ bætir hann við, „hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en  mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun. Og henni er ekki fisjað saman.“

Þá lýsir hann því þegar hundur fældi fjárhóp í Hvammsvíkinni, sveitaóðali þeirra hjóna. Skúli segist hafa þurft að hendast um á fjórhjóli upp um allar hlíðar til að bjarga hjörðinni. „Þegar ég kom til baka fann ég Grímu hvergi, fyrr en ég sá hana ganga á land niðri í vík, kviknakta, eftir að hafa synt eina 50 metra á haf út til að bjarga þar einni kindinni á land. Gríma er miklu meiri töffari en ég.“

Ítarlega má lesa um upplifun Skúla af síðustu vikum og mánuðum WOWair, gjaldþroti flugfélagsins auk vanlíðan hans og uppbyggingu í kjölfar gjaldþrotsins í nýútkomnu helgarblaði Fréttablaðsins.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekið á mann á hlaupahjóli

Ekið á mann á hlaupahjóli
Fréttir
Í gær

Sprengja fannst í ruslagámi í Mánatúni

Sprengja fannst í ruslagámi í Mánatúni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknirinn sem uppgötvaði Omicron afbrigðið segir einkennin „mjög mild“ og varar við upphlaupi embættismanna

Læknirinn sem uppgötvaði Omicron afbrigðið segir einkennin „mjög mild“ og varar við upphlaupi embættismanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárás á Egilsstöðum: Samtals 14 skotum hleypt af – Sagður hafa ætlað að drepa barnsföður kærustu sinnar – Skaut Toyota Hilux í spað

Skotárás á Egilsstöðum: Samtals 14 skotum hleypt af – Sagður hafa ætlað að drepa barnsföður kærustu sinnar – Skaut Toyota Hilux í spað