fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fréttir

Eldspýtur seldar við hliðina á jólageitinni – „Allt á einum stað í IKEA“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 14. október 2021 22:00

IKEA-geitin var sett upp í Kauptúni í gær. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir geta ekki hugsað um jólin fyrr en í desember, aðrir verða ekki spenntir fyrir jólunum fyrr en á Þorláksmessu og enn aðrir hafa bara ekkert gaman að jólunum yfir höfuð. Svo eru sumir sem geta ekki beðið eftir þessari hátíð og finnst ekkert koma jólastemningunni jafn mikið af stað eins og risastór geit úr stráum í Garðabænum.

Hin margrómaða IKEA-geit er nefnilega komin til byggða og stendur á sínum stað við IKEA í Kauptúni. Geitin hefur fengið að standa óáreitt síðan árið 2017 en þá var síðast kveikt í henni. Síðan þá hefur öryggisgæsla í kringum geitina verið stórefld og ljóst er að það hefur borið árangur.

„Allt á einum stað í IKEA“

Þó nokkur ár séu liðin frá síðasta bruna IKEA-geitarinnar er það ennþá það fyrsta sem margir hugsa um þegar geitin er sett upp. Fyrir sumum er eldur og IKEA-geitin jafn klassískt jólatvíeyki og malt og appelsín. Íslenskir notendur samfélagsmiðilsins Twitter eru sérstaklega hrifnir af því að minnast íkveikju geitarinnar og gera grín að henni í hvert skipti sem geitin er sett upp.

Það vakti því mikla lukku á Twitter þegar Jón Ingi Stefánsson, hönnunar- og þróunarstjóri Stundarinnar, birti mynd á Twitter sem tekin er í verslun IKEA í Kauptúni. Á myndinni má sjá nýja vöru sem IKEA hefur sett í sölu, litla IKEA-geit til skrauts. Það sem vakti þó lukkuna eru eldspýtupakkarnir sem stillt er upp við hliðina á litlu geitunum.

Hvort um tilviljun eða vel heppnað grín af hálfu starfsmanns IKEA sé að ræða er ekki vitað. Ljóst er þó að íslenska Twitter-samfélagið hafði afar gaman að uppröðuninni þar sem færsla Jóns hefur fengið hundruði viðbragða á samfélagsmiðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt