fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Dagur sendir samúðarkveðju til borgarstjóra Kongsberg – „Borgir heimsins verða að standa þétt saman“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 15:59

Dagur var til viðtals hjá Hildu Jönu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent samúðarkveðju til Kari Anne Sand borgarstjóra í Kongsberg vegna fjöldaárásarinnar í gærkvöldi.

Samfélagið í Kongsberg er í miklu áfalli eftir atburði gærkvöldsins, en þá myrti hinn 37 ára gamli Espen Andersen Brathen minnst fimm vegfarendur en hannar var annars vegar vopnaður boga og örvum og hins vegar vopnaður hníf. Fjöldi annara eru særðir eftir árásina.

Dagur hefur því sent borgarstjóra Kongsberg samúðarkveðju fyrir hönd Reykvíkinga.

„Fyrir hönd allra Reykvíkinga sendi ég innilegar samúðarkveðjur vegna þeirra voðaverka sem áttu sér stað í Kongsberg í gærkvöldi.

Við samhryggjumst fjölskyldum þeirra sem særðust og féllu fyrir hendi árásarmannsins, og öllum íbúum Kongsberg sem eiga nú um sárt að binda.

Við munum aldrei skilja ástæðuna að baki slíkum glæp.  Borgir heimsins verða að standa þétt saman í baráttunni við að uppræta hatur og illsku í samfélagi okkar.“

Ekki er á hreinu hvort að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Espen mun undirgangast geðmat á næstunni samkvæmt lögreglunni í Kongsberg. Hann var í kjölfar árásarinnar yfirheyrður í ríflega þrjár klukkustundir og hefur að sögn verjenda hans sýnt samstarfsvilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði