fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. október 2021 21:13

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt norsku hagstofunni (SSB) eru 69 íslenskir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Kongsberg. Eins og sakir standa hefur enginn haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð,“ segir Sveinn Guðmarsson, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, við fyrirspurn DV um stöðu mála varðandi Íslendinga í Kongsberg í Noregi, í kjölfar árásar manns með boga á vegfarendur í bænum undir kvöldið.

„Að sinni er lítið um málið að segja,“ segir Sveinn en vísar í tilkynningu sem sendiráð Íslands í Osló birti fyrr í kvöld: „Fyrr í kvöld birti sendiráðið í Ósló tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem Íslendingar í Kongsberg og nágrenni voru hvattir til að láta aðstandur vita af sér ef allt væri í lagi en hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef þeir þyrftu á aðstoð að halda.“

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Íslendingar í Kongsberg í Noregi: látið aðstandendur vita ef það er í lagi með ykkur en hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112 ef aðstoðar er þörf. Sendiráðið fylgist vel með framvindu mála í Kongsberg. Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum. Mikið álag er á símkerfi borgarinnar þessa stundina og því best að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér.
Við munum birta frekari upplýsingar eftir atvikum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“