fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Fréttir

Myndband af hersýningu í Norður Kóreu vekur óhug á Twitter – Brjóta múrsteina með berum höndum á meðan Kim Jong Un fylgist með

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. október 2021 22:00

mynd/skjáskot Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af hersýningu norður kóreskra hermanna gengur nú um á samfélagsmiðlum þar sem það hefur vakið mikla athygli, og óhug.

Í myndbandinu má sjá hermennina brjóta múrsteina með berum höndum, láta kollega sína lemja á líkömum sínum með sleggjum og brjóta þannig þykkar steinplötur, menn liggja á glerbrotum á meðan lamið er í þá að ofan með sleggju og menn beygja beittar stálstangir með berum hálsum sínum. Myndbandið má sjá hér að neðan, á Twitter síðu blaðamannsins Martyn Williams, en hann hefur sérhæft sig í fréttaflutningi af hinu einangraða kommúnistaríki Norður Kóreu.

Norður Kórea er einangraðasta ríki heims og fréttaflutningur þaðan af skornum skammti. Þá hefur oft verið talið að lítið sé að marka upplýsingar sem berast þaðan, hið minnsta frá opinberum fjölmiðlum í landinu. Gríðarleg örbirgð er í landinu og það eitt það fátækasta í heimi. Það hefur hins vegar ekki stöðvað stjórnendur kommúnistaflokksins í því að kom sér upp einum fjölmennasta her heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svona eru afléttingarnar á sóttvarnatakmörkunum

Svona eru afléttingarnar á sóttvarnatakmörkunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram