fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

Lífeyrissjóður verzlunarmanna setur 138 fyrirtæki á útilokunarlista

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur nú sett alls 138 fyrirtæki á svokallaðan útilokunarlista og þegar hafa verið seldar eignir að virði rúmlega þriggja milljarða króna úr eignasöfnum LV vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ástæðan er að starfsemi fyrirtækjanna uppfyllir ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar samkvæmt nýrri heildarstefnu stjórnar LV um ábyrgar fjárfestingar“

Stefna LV um útilokun felur í sér að fyrirtæki sem framleiða tilteknar vörur eða teljast brotleg við tiltekin alþjóðleg viðmið um mannréttindi og viðskiptasiðferði eru skráð á útilokunarlista og er liður í stefnumótum sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Við útilokun er meðal annars litið til fyrirmynda frá leiðandi lífeyrissjóðum á Norðurlöndum.

„Á grundvelli stefnunnar hefur LV þegar sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista; 88 fyrirtæki sem vinna kol, olíusand og olíuleir, 13 fyrirtæki í tóbaksframleiðslu, 22 fyrirtæki sem framleiða umdeild vopn (e. controversial weapons) og 15 fyrirtæki sem teljast brjóta gegn „UN Global Compalt„.“

Útilokunin varðar útilokun fjárfestingakosta úr eignasöfnum LV, það er fjárfestingar í tiltekinni starfsemi sem samræmast ekki skilgreindum viðmiðum eru útilokaðar hjá sjóðnum. Þannig er útilokað að verðbréf úr eignasafni LV séu gefin út af fyrirtæki eða opinberum aðila sem hefur tekjur af starfsemi eða gerist brotlegur við ákvæði tiltekinna alþjóðasáttmála.

Meðal fyrirtækja sem má finna á listanum eru eftirfarandi fyrirtæki:

Airbus SE – fyrir aðkomu að framleiðslu kjarnorkuvopna
General Electric Company – fyrir aðkomu að framleiðslu kjarnavopna 
RollsRoyce Holdings Plc – fyrir aðkomu að framleiðslu kjarnavopna
The Boeing Company – fyrir aðkomu að framleiðslu kjarnavopna 
British American Tobacco P.L.C. – fyrir framleiðslu tóbaks 
Philip Morris International Inc – fyrir framleiðslu tóbaks
American Electric Power Company Inc – fyrir orkuframleiðslu frá kolum til hitunar
Bayer Aktiengesellschaft – fyrir brot á alþjóðasamningum

Listann í heild sinni má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt
Fréttir
Í gær

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir í yfirkjörstjórn með réttarstöðu sakbornings – Ingi vill ekkert segja – „Ég er ekkert að hugsa um þetta“

Allir í yfirkjörstjórn með réttarstöðu sakbornings – Ingi vill ekkert segja – „Ég er ekkert að hugsa um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmennskuspjallið liðið undir lok – „Viltu ekki bara gera mér einn greiða, taka þetta blað, troða því upp í rassgatið á þér og láta mig í friði“

Karlmennskuspjallið liðið undir lok – „Viltu ekki bara gera mér einn greiða, taka þetta blað, troða því upp í rassgatið á þér og láta mig í friði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alþingi birtir kærurnar tólf: Rúnar Björn kærir framkvæmd kosninga – fékk ekki að kjósa leynilega

Alþingi birtir kærurnar tólf: Rúnar Björn kærir framkvæmd kosninga – fékk ekki að kjósa leynilega
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foreldrar kvarta til ráðuneytis vegna innilokunar barns – Sent í „gult herbergi“

Foreldrar kvarta til ráðuneytis vegna innilokunar barns – Sent í „gult herbergi“