fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

Íslenskir Facebook-hópar ganga kaupum og sölum – Þrjár fyrirspurnir í næststærsta hóp landsins á skömmum tíma

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 11. október 2021 18:30

Íslenskir Facebook-hópar ganga kaupum og sölum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt færist í vöxt að vinsælir íslenskir Facebook-hópar gangi kaupum og sölum. Þannig greindi Fréttablaðið frá því um helgina að Óskar Árnason, einn helsti borðspilasérfræðingur landsins, hafi hafnað hundrað þúsund króna kauptilboði í Facebook-hóp sem hann stjórnar, Borðspilaspjallið – Umræður um áhugamálið. Athygli vekur að hópurinn telur aðeins rúmlega tvö þúsund meðlimi þannig að ljóst er að virði stærri síðna gæti verið mun meira.

„Ég veit ekki hver stendur á bak við til­boðið, sem kom frá nafn­lausum Face­book-að­gangi, en ég held að ég hafi sirka­bát sigtað út hver þetta er. Þetta er ein­hver sem stjórnar nokkrum hópum sem hafa flestir sama með­stjórnandann,“ út­skýrir Óskar í samtali við Fréttablaðið. Hann sagðist ekki ætla að selja síðuna þrátt fyrir hið góða boð enda hafi hún tilfinningalegt gildi fyrir hann.

Óskar Árnason Mynd/Ernir Eyjólfsson

Afla tekna með auglýsingum

Nokkrar leiðir eru til þess að hafa tekjur af stórum Facebook-síðum. Meðal annars er hægt að selja auglýsingar á toppborða síðnanna sem og að leyfa kostaðar auglýsingar á síðunni. Það er þó tvíeggjað sverð því auglýsingar eru yfirleitt ekki vel séðar í slíkum hópum.

Þá líta sumir fjölmiðlar á stóra Facebook-hópa sem gott tækifæri til að koma efni sínu á framfæri. Þannig var greint frá því í maí á þessu ári að Mannlíf hefði keypt 28 þúsund manna Facebook-hóp Kvennablaðsins sem legið hafði í dvala í tæp tvö ár. Síðan þá hefur efni miðilsins birst á síðunni sem enn ber þó gamla heitið. Þó forsendur hafi breyst virðast meðlimir síðurnar ekki hafa flúið af hólmi því fjöldi meðlima í hópnum er enn sá sami.

Einn allra stærsti Facebook-hópur landsins er hópurinn „Gefins, allt gefins“ sem telur rúmlega 122 þúsund manns og eru um 80% þeirra virkir notendur. Stjórnandi hópsins, Hjördís Vilhjálmsdóttir, segir í samtali við DV að hún hafi vissulega orðið vör við áhuga fjárfesta á að kaupa síðuna. Þannig hafi henni borist þrjú skilaboð frá mismunandi aðilum undanfarnar vikur þar sem verið var að athuga hvort hún hefði áhuga á að selja síðuna. „Ég hef rétt opnað skilaboðin en það hefur ekkert farið lengra. Ég hef ekki kannað hvaða verð eru í boði á þessum markaði,“ segir Hjördís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Föðurbróðir ráðherra finnst ekki – Fjölskylduerjur leiða til dómsmáls um innbrot

Föðurbróðir ráðherra finnst ekki – Fjölskylduerjur leiða til dómsmáls um innbrot