fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt: Tvær líkamsárásir á sömu mínútunni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 10. október 2021 09:15

Úr miðbæ Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglunnar sem send var á fjölmiðla í morgun. Þegar rúmt korter var liðið síðan klukkan sló 21 í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um hópslagsmál inni á veitingastað í 104 Reykjavík en 8-10 manns voru í átökum á staðnum. Lögreglan mætti á vettvang og leysti málið þar, enginn slasaðist í átökunum.

Nokkuð var um útköll vegna djamms, til að mynda var tilkynnt um fjölmennt unglingasamkvæmi í vesturhluta Reykjavíkur. Þá voru nokkur skemmdarverk framin á bifreiðum við veitingastað í 105 Reykjavík.

Rétt eftir miðnætti mætti leigubílstjóri á lögreglustöðina á Hverfisgötu með farþega sem var ofurölvi. Farþeginn gat ekki gert sér grein fyrir því að hann átti að borga fargjald og var vistaður í fangaklefa sökum ástands síns.

Klukkan hálf eitt fékk lögregla tilkynningu um slagsmál í heimahúsi en þegar lögreglan mætti á vettvang komst hún að því að um var að ræða gamnislag. Allir voru hlæjandi og brosandi þegar lögreglan mætti á svæðið.

Þegar klukkan var að verða eitt um nóttina var tilkynnt um tvær líkamsárásir á sömu mínútunni. Önnur líkamsárásin var í 108 Reykjavík en lögreglan mætti á vettvang og ræddi við báða aðila málsins. Hin líkamsárásin dró meiri dilk á eftir sér en hún átti sér stað við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar var aðili skallaður og var með brotnar tennur eftir atlöguna. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti en árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Þegar klukkan var 20 mínútur yfir eitt var svo tilkynnt um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur en allir aðilar málsins voru farnir af vettvangi þegar lögreglan mætti á svæðið. Skömmu síðar var svo tilkynnt um enn eina líkamsárásina en sú átti sér stað við skemmtistað í miðbænum. Árásarþoli var með skurð á enni en ekki er meira vitað um þá líkamsárás.

Aðili sem viðriðinn var líkamsárás í miðbænum neitaði að segja til nafns og gaf ekki upp kennitölu þegar lögregla ræddi við hann. Aðilinn var handtekinn þar sem það var talið nauðsynlegt í þágu rannsóknar málsins. Aðilinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu og þar gaf hann loks upp nafn sitt og kennitölu. Aðilinn verður kærður fyrir að segja ekki til nafns eða framvísa skilríkjum að kröfu lögreglu.

Þegar klukkan var að verða hálfþrjú var par handtekið fyrir að hafa veist að farþega í leigubifreið, valdið skemmdum á bifreiðinni og fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Parið var vistað í fangaklefa en fíkniefni fundust í fórum þeirra beggja.

Þá var mikill fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá varð árekstur þar sem einn ökumaðurinn var ekki með ökuréttindi. Það mál var leyst með aðkomu foreldra aðilans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband