fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Lögreglan staðfestir rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010 – Meintir gerendur tveir landsliðsmenn

Heimir Hannesson
Föstudaginn 1. október 2021 11:45

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur meint kynferðisbrot til rannsóknar sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við blaðamann DV.

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Samkvæmt heimildum DV eru meintir gerendur í málinu tveir landsliðsmenn í fótbolta. Brotið mun hafa verið framið kvöldið eftir landsliðsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn.

Í gær sagði 433.is, fótboltavefur DV, frá því að Aron Einar Gunnarsson hefði ekki verið valinn inn í landsliðið og að það hefði verið að kröfu nýrrar bráðabirgðastjórnar KSÍ sem tekur við stjórn sambandsins núna næstu helgi. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði síðar á blaðamannafundi að hann hefði sjálfur tekið ákvörðunina, sem er eftir því sem heimildum DV kemst næst, rangt.

Aðspurður um hvort rannsókn á broti sem er sagt hafa verið framið fyrir 11 árum utan landsteina Íslands sé ekki takmörkunum háð, segir Ævar það vissulega vera þröskuld að rannsaka brot þvert á landamæri, en þó eru fyrir því fjölmörg fordæmi. „Ísland á aðild að alþjóðasamningum sem kveða á um að lögregla aðstoði hvert annað við rannsóknaraðgerðir. Allt frá öflun sönnunargagna og jafnvel upp í handtökur og þess háttar,“ útskýrir Ævar. „Ísland á í daglegu samstarfi við lögreglu erlendis vegna rannsókn mála sem teygja sig yfir landamæri.“

Ævar segir jafnframt fjölmörg fordæmi fyrir því að mál séu kærð mörgum árum síðar. Ævar segist hins vegar ekki getað svarað því hvort fordæmi sé fyrir því að 11 ára gamalt meint kynferðisbrot í öðru landi hafi áður verið rannsakað. „Auðvitað reynir þetta allt meira á rannsókn og sönnunarfærslur. Hefðbundin sönnunargögn eru ekki til staðar og svoleiðis,“ segir Ævar.

„Ég get ekki tjáð mig um á hvaða stað rannsóknin er,“ segir Ævar aðspurður um hvort teknar hafa verið skýrslur af málsaðilum. „Ég get bara staðfest að við séum með mál á okkar borði sem á að hafa gerst árið 2010.“

Samkvæmt heimildum DV hefur lögregla þó ekki haft samband við meinta gerendur í málinu. Þá hefur DV jafnframt heimildir fyrir því að KSÍ hafi ekki vitneskju um rannsókn lögreglu fyrr en í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Í gær

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“