fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Hugmyndin um Kanye West í Vesturbæ vekur athygli erlendis

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmynd Arons Kristins Jónassonar í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt um að reisa styttu af rapparanum Kanye West við Sundlaug Vesturbæjar hefur vakið athygli nokkurra erlendra miðla. Kanye West þarf varla að kynna fyrir neinum en hann er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, eiginmaður Kim Kardashian og forsetaframbjóðandi. Því kemur ábyggilega ekki á óvart að erlendir miðlar á borð við Dummy Mag hafi áhuga á framgangi mála.

„Íbúahverfi á Íslandi vill láta byggja styttu af Kanye West á lóð sundlaugarinnar“ segir í frétt Dummy Mag. Stuðst er þar við frétt Reykjavík Grapevine og haft eftir Aroni að styttan myndi laða að þúsundir og jafnvel hundruð þúsunda ferðamanna.

Hugmyndinni var einnig deilt á Reddit-síðu Kanye og hafa nokkrir erlendir einstaklingar komið þaðan og skrifað ummæli inn á Hverfið mitt. Hugmyndin er sú vinsælasta á síðunni en einnig eru margir sem tala gegn henni en augljóst er að fólk er með mjög skiptar skoðanir á styttuhugmyndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“