fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
Fréttir

Vatn flæddi inn í byggingar HÍ – Kannabisræktun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 06:16

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um mikið vatnsflóð við aðalbyggingu Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Aðalkaldavatnsæð hafði rofnað og flæddi vatn inn í nokkrar byggingar HÍ. Slökkvilið er enn á vettvangi að dæla vatni úr byggingunum. Lokað hefur verið fyrir vatnsæðina.

Slökkviliðsmenn að störfum við byggingar HÍ. Mynd:Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Á sjöunda tímanum í gær var maður handtekinn grunaður um kannabisræktun. Hald var lagt á plöntur og búnað til ræktunar. Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Á sjöunda tímanum voru höfð afskipti af manni á heimili í Grafarvogi. Hann var í annarlegu ástandi og var óvelkominn á heimilinu. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Honum var vísað út.

Í Breiðholti var maður stöðvaður þegar hann var á leið út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Hann var í tökum öryggisvarða þegar lögreglan kom á vettvang.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var kærður fyrir að aka þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum og var þar um ítrekað brot að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gaupi talar aldrei við landsliðsþjálfarann, son sinn, á leikdegi – „Ég er ekki maður sem liggur í honum“

Gaupi talar aldrei við landsliðsþjálfarann, son sinn, á leikdegi – „Ég er ekki maður sem liggur í honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slysavarnafélag Íslands er 98 ára – Sjáðu einstakar myndir úr sögu félagsins

Slysavarnafélag Íslands er 98 ára – Sjáðu einstakar myndir úr sögu félagsins
Fréttir
Í gær

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag
Fréttir
Í gær

Ákæran gegn Helga Bjarti: Sakaður um húsbrot, nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og vændiskaup

Ákæran gegn Helga Bjarti: Sakaður um húsbrot, nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og vændiskaup