fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Vatn flæddi inn í byggingar HÍ – Kannabisræktun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 06:16

Hér sést hversu mikið flæddi inn í byggingarnar. Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um mikið vatnsflóð við aðalbyggingu Háskóla Íslands við Sæmundargötu. Aðalkaldavatnsæð hafði rofnað og flæddi vatn inn í nokkrar byggingar HÍ. Slökkvilið er enn á vettvangi að dæla vatni úr byggingunum. Lokað hefur verið fyrir vatnsæðina.

Slökkviliðsmenn að störfum við byggingar HÍ. Mynd:Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/Facebook

Á sjöunda tímanum í gær var maður handtekinn grunaður um kannabisræktun. Hald var lagt á plöntur og búnað til ræktunar. Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Á sjöunda tímanum voru höfð afskipti af manni á heimili í Grafarvogi. Hann var í annarlegu ástandi og var óvelkominn á heimilinu. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Honum var vísað út.

Í Breiðholti var maður stöðvaður þegar hann var á leið út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Hann var í tökum öryggisvarða þegar lögreglan kom á vettvang.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var kærður fyrir að aka þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum og var þar um ítrekað brot að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway