fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 18. janúar 2021 19:57

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi birti fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem farið var yfir verkefni síðustu viku hjá lögreglunni. Mest var um að ræða umferðalagabrot en voru gripnir við að keyra gífurlega hratt. „11 ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. 4 þeirra voru á 120 til 129 km/klst hraða og 1 á 137 km/klst hraða, allir á 90 km/klst vegi,“ segir í færslunni.

Þá lagði lögreglan hald á um 30 kannabisplöntur í einbýlishúsi í Árnessýslu þann 14. janúar síðastliðinn. „Íbúi hússins kannaðist við að eiga ræktunina sem hafði verið komið fyrir í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins,“ segir í færslunni.

Lögreglan segir síðan frá því að loka hafi þurft líkamsræktarstöð í umdæminu vegna mögulegra brota á sóttvarnarreglum. „Niðurstaðan var að að líkindum brotið hefði verið gegn sóttvarnarreglum og ákvað umsjónarmaður viðkomandi stöðvar að loka henni þar til hlutirnir yrðu komnir í lag. Skýrsla rituð um málið og fer sína leið til ákærusviðs.“

Eitt mál í tilkynningunni var þó afar óvenjulegt en það vakti meðal annars athygli Vísis sem greindi frá málinu. Einstaklingur nokkur hringdi nefnilega virkilega oft á neyðarlínuna án þess að neitt væri af. „Einstaklingur sem hringt hafði á neyðarlínu um 130 sinnum frá morgni laugardags til hádegis, án þess að tilefni væri til fyrir samtalinu, var handtekinn á dvalarstað sínum á hosteli á Selfossi,“ segir í færslu lögreglu.

„Yfirheyrður um málið en sleppt að yfirheyrslu lokinni. Hann brást ókvæða við afskiptunum og hrækti á lögreglumenn sem höfðu afskipti af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“