fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fréttir

Ók á tvær bifreiðar og hljóp síðan á brott – Handteknir vegna líkamsárásar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 17 í gær ók sami ökumaðurinn á tvær bifreiðar. Aðra í Bústaðahverfi en hina í Breiðholti. Eftir síðari ákeyrsluna hljóp hann á brott. Bifreið sína skildi hann eftir á vettvangi og er hún mikið skemmd. Ekki urðu slys á fólki. Málið er í rannsókn.

Á fyrsta tímanum í nótt voru þrír menn handteknir í miðborginni, grunaðir um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Fórnarlamb árásarinnar var flutt til aðhlynningar á bráðadeild og verður síðan vistað í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær voru karl og kona handtekin í íbúð í miðborginni. Þau eru grunuð um vörslu/sölu fíkniefna og brot á lyfja- og vopnalögum. Þau voru vistuð í fangageymslu.

Á öðrum tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði reynt að stela mat og snyrtivörum úr verslun í Bústaðahverfi.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“
Fréttir
Í gær

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna
Fréttir
Í gær

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara
Fréttir
Í gær

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum