fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Trump upplifir sig einangraðan og varnarlausan án Twitter

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 17:15

Sögu Trump og Twitter lauk með látum í síðustu viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er sagður upplifa sig einangraðan, mállausan og varnarlausan gegn ákæru til embættismissis sem nú er fjallað um í neðri deild Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði sagt að ákæruferlinu yrði hrint af stað ef Mike Pence beitti ekki ákvæði 25. viðauka stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að hann ásamt meirihluta 15 manna ráðherrahóps geti vikið forsetanum úr embætti að því eina skilyrði uppfylltu að hann sé ekki lengur líkamlega eða andlega heill heilsu.

Pence varð ekki við kröfu Pelosi og fulltrúadeildarinnar undir hennar stjórn, og er nú frumvarp að ákæru til umræðu í fulltrúadeildinni.

Að öllu jöfnu mætti gera ráð fyrir því að Trump hefði nýtt sér Twitter til þess að svara fyrir sig af fullum krafti, eins og hann gerði síðast. Þess í stað heyrist lítið innan úr Hvíta húsinu. Donald Trump hefur undanfarin ár nýtt sér Twitter af gríðarlega miklum krafti og spýtt tug þúsundum tísta út um allt milli himins og jarðar. Meðal annars hefur hann þar tilkynnt um árásir Bandaríkjahers á erlendri grundu, rekið hátt setta embættismenn, úthúðað pólitískum andstæðingum (og samherjum), og birt stórar pólitískar ákvarðanir á Twitter.

Samhliða þessu hafa fjölmiðlar þurft að læra á breyttan veruleika frá því sem áður tíðkaðist á tímum Baracks Obama í Hvíta húsinu. Þar voru mikilvægar tilkynningar kynntar af fjölmiðlafulltrúa í fjölmiðlastofunni í Hvíta húsnu, eða Obama gerði það í eigin persónu. Undanfarin fjögur ár hefur starf fjölmiðlafulltrúa að mestu snúist um að „túlka“ tíst forsetans og óska eftir nánari upplýsingum um efni þeirra, enda tístin takmörkuð við 280 stafabil.

Án Twitter er þessi kænska hans Trumps í fjölmiðlamálum lítils virði og það upplifir Trump nú á eigin skinni, ef marka má frásagnir innanbúðarmanna í Hvíta húsinu sem rætt hafa við CNN um málið.

CNN segir frá því að Jared Kushner, ráðgjafi og tengdasonur Donalds Trumps, hafi komið í veg fyrir tilraunir annarra ráðgjafa forsetans til að koma honum að á öðrum samfélagsmiðlum eftir að Twitter lokaði aðgangi forsetans @realdonaldtrump. Aðgangurinn var með um 80 milljónir fylgjenda. Á meðal samfélagsmiðla sem Kushner er sagður hafa komið í veg fyrir að Trump nýtti sér er Gab, einnig aðrir miðlar sem hingað til hafa verið kenndir við bandarískar öfgahreyfingar. Þá segir frá því að fyrstu viðbrögð ráðgjafanna hafi verið að koma tilkynningum forsetans á framfæri í gegnum reikninga ráðgjafanna, sem gekk brösuglega.

Þá velta stjórnmálaskýrendur því fyrir sér vestanhafs hvort ótti Repúblikana við að vera tekinn fyrir af forsetanum í orðljótum og reiðilegum tístum forsetans sé nú horfinn og hvort Repúblikanar geti nú leyft sér að stíga til hliðar og leyfa Demókrötum að leiða ákæruferli gegn forsetanum til fulls.

Ljóst er að forsetinn þarf í dag að reiða sig, eins og aðrir sem staðið hafa í hans sporum áður, á endurflutning fjölmiðla á hans orðum. Þetta er sögð eins og hin versta martröð fyrir Trump sem, meðal annars á Twitter, hefur úthúðað hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“