fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skelkuðum börnum ógnað í Hólagarði – „Við heyrðum börn gráta“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 18:29

Hólagarður - Skjáskot af Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Hólagarði fóru fram hópslagsmál í dag en sjónarvottar segja tvo menn hafa verið að slást en einnig að þeir hafi ógnað ungmennum sem voru á svæðinu. Fréttablaðið greindi frá málinu og ræddi við vitni að slagsmálunum.

„Við heyrðum börn gráta og sáum tvo menn takast á, annar þeirra virtist vera reyna að slást við börnin sem voru mjög skelkuð,“ sagði starfsmaður Afrozone í samtali við Fréttablaðið um málið.

Fréttablaðið ræddi við annað vitni sem mætti á vettvang eftir að slagsmálin voru búin. Sá sagði að lögreglan hafi mætt þegar átökunum var lokið. Þá sagði sama vitnið að lögreglan hafi tekið skýrslu af fólki á svæðinu.

„Lög­reglan var að ræða við ungan pilt sem hafði greini­lega verið að reyna að stöðva á­tökin,“ segir vitnið og tekur fram að pilturinn hafi verið með sár sem blæddi úr á höndunum.

Rætt var við lögregluna en lítið var um upplýsingagjöf frá þeim að sögn Fréttablaðsins. Lögreglan vildi til að mynda ekki staðfesta hvort að um hópslagsmál hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu