fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Karl Gauti vill að yfirkjörstjórn víki og fyrri talning gildi – „Úrskurðuðu um vafaatkvæði vitandi að hvert atkvæði skipti öllu og það án umboðsmanna“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 27. september 2021 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, hefur sent kröfu á yfirkjörstjórn Norðvestur-kjördæmis um að fyrri talning Alþingiskosninganna verði látin gilda og endurtalningin umdeilda verði þar með felld úr gildi.

„Ég tel þetta sanngjarna og eðlilega kröfu í ljósi þeirra miklu ágalla sem voru á framkvæmd endurtalningarinnar,“ segir Karl Gauti og kveðst bjartsýnn á að krafan nái fram að gangi. Aukinheldur telur hann réttast að yfirkjörstjórn víki í því máli fyrir varamönnum sem að kæmu þá til með að taka ákvörðun í málinu.

„Yfirkjörstjórn er það stjórnvald sem getur tekið þessa ákvörðun. Mér þætti fara best á því að varamenn tækju sætin í stað þess að yfirkjörstjórn felli úrskurð um eigin störf,“ segir þingmaðurinn.

Hefur tæplega tveggja áratuga reynslu af talningum

Karl Gauti vaknaði við þau tíðindi á sunnudaginn að hann væri inni sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Það var allt þar til að ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi en þá kom í ljós skekkja sem hreyfði við jöfnunarþingmönnum milli kjördæma. Það leiddi til þess að Karl Gauti datt út sem jöfnunarþingmaður Miðflokksins, en Bergþór Ólason kom inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þá var greint frá því fyrr í dag að Karl Gauti hefði kært endurtalningu atkvæðanna og meðferð þeirra í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.

Karl Gauti starfaði sem árabil sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi 1998–2003 og Suðurkjördæmi 2003–2017. Hann hefur því mikla reynslu af framkvæmd talninga og hann er ómyrkur í máli yfir því sem gengið hefur á. Að hans sögn er mörgum spurningum ósvarað.

„Ég tel mikilvægt að það sé upplýst um hvað gerðist þarna, hvernig var þessi ákvörðun tekin, hverjir voru viðstaddir og hver var það sem bað um endurtalningu. Það þarf að fá á hreint hvar  atkvæðaseðlarnir voru á meðan yfirkjörstjórn brá sér frá og hvort að einhver hafi haft aðgang að þeim,“ segir Karl Gauti.

Úrskurða skal um ágreiningsseðla jafnóðum

Hann bendir einnig á eitt veigamikið atriði, sem sé í ljósi reynslu hans, algjörlega óskiljanlegt að hans mati. „Það er skýrt í kosningalögum að þú eigir að úrskurða ágreiningsseðla jafnóðum. Það er nákvæmlega til þess að forðast þá aðstöðu að fara að ákveða slíkt á lokametrunum þegar fyrir liggur að atkvæði greitt ákveðnum flokki getur skipt sköpum. Það er nákvæmlega það sem gerðist síðan í endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi og kjörstjórnin kemur sér í þessa vonlausu aðstöðu. Þau úrskurðuðu um vafaatkvæði vitandi að hvert atkvæði skipti öllu og það án umboðsmannar,“ segir Karl Gauti.

Karl Gauti segir að þetta sé augljóst þar sem fram hefur komið að ógildum seðlum fjölgaði um 11 og auðum seðlum fækkaði um 12.

Hann segir að málið snúist á engan hátt um persónur né hafi hann nokkra ástæðu til þess að halda að einhver hafi átt við gögnin. „Það er mjög mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu að rýra ekki trúverðugleika kosninga, talningar og úrslita. Ég tel að þessi óásættanlega framkvæmd hafi grafið undan þessu mikilvæga kerfi okkar og það þarf að leiðrétta,“ segir Karl Gauti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“