fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Kolbrún skilur ekkert í Guðna forseta: Of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. september 2021 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og samfélagsrýnir, botnar ekkert í Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir að hafa látið undan réttatrúnaðinum og beðist afsökunar á því að hafa notað orðið fáviti. Þetta kemur fram í leiðara hennar í Fréttablaðinu í morgun.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, baðst í byrjun vikunnar skilyrðislausrar afsökunar á því að hafa í sjónvarpsviðtali nokkrum dögum áður notað orðið fáviti í umræðu um viðkvæm og erfið mál innan KSÍO. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni.

Eins og áður segir lét hann orðið  falla í samhengi við KSÍ-hneykslið og ásakanir í garð landsliðsmanna. Forsetinn sagði að það væri mikill heiður að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgdi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti.

Ekki er hægt að segja að gagnrýni í garð Guðna fyrir orðanotkunina hafi verið fyrirferðarmikil en engu að síður taldi forsetinn rétt að biðjast afsökunar. Eitthvað sem vakti furðu Kolbrúnar og segist hún ekki ein um þá skoðun.

„Margt gott má segja um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Hann er hins vegar of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn. Dæmi um það er þegar hann baðst afsökunar á því að hafa notað orðið fáviti. Hann notaði orðið í merkingunni bjáni. Ekkert er að því. Enda botna fjölmargir alls ekkert í þessari afsökunarbeiðni hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði