fbpx
Föstudagur 22.október 2021
EyjanFréttir

Orðið á götunni: „One woman show“ Samfylkingarinnar og litlaus barátta Sjálfstæðisflokksins vekja (ekki) athygli

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 12. september 2021 10:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli hefur vakið hversu litla athygli stjórnmálamenn vekja nú á sjálfum sér. Þeir örfáu umræðuþættir sem ljósvakamiðlar hafa slengt saman hafa fengið lítið áhorf og minni athygli. Stærsta fréttin upp úr leiðtogaumræðuþætti RUV fyrr í mánuðinum var sú spurning hvort Glúmur Baldvins hefði fengið sér nokkra kalda fyrir útsendingu. DV spurði og hann sagði nei. Lauk þar með efnislegri umræðu um innihald þess þáttar.

Slagurinn virðist nú að mestu fara fram í formi vandaðra færslna á samfélagsmiðlum þar sem hvert orð er niðursoðið, stífpússað, bónað og gyllt áður en það kemst nálægt kjósandanum. Sama má segja um myndirnar. Kosningabarátta Sjálfstæðismanna þykir vel hönnuð og glæsilega framsett. En þar lýkur sögunni. Málefni flokksins hafa ekki flogið hátt og það eina sem situr eftir eru vel fótósjoppaðar myndir af fallegum frambjóðendum með hinum ýmsu slagorðum. Sumar betur staðsettar en aðrar:

Þá er orðið á götunni að Samfylkingin hafi nýverið áttað sig á virði Kristrúnar Frostadóttur. Óumdeilt er að leitun er að jafn sterkum frambjóðanda á vinstri væng stjórnmálanna. Raunar er hún svo sterk að spurt er hvort Samfylkingin hafi hreinlega komið formanninum Loga Einarssyni og Heiðu Björgu Hilmisdóttur varaformanni fyrir ofan í skúffu til að skyggja ekki á demantinn. Þá hefur lítið sést til jarðýtunnar Helgu Völu Helgadóttur, sem hingað til hefur ósjaldan verið teflt fram fyrir hönd jafnaðarmanna á Íslandi.

Enn fremur hafa gárungar varpað því fram að eina heiðarlega framboðið um þessar mundir sé Framsókn. Vísa þeir þar til auglýsinga flokksins þar sem spurt er af framúrskarandi áhugaleysi: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Er flokknum hampað fyrir stórmerkilega greiningu sína á stjórnmálaáhuga Íslendinga.

Þá er fárið í kringum Sólarverkefni Ungra umhverfissinna, þar sem samtökin gáfu stjórnmálaflokkunum einkunnir fyrir umhverfisstefnu sína, sagt lýsandi fyrir litleysi baráttunnar nú. Af viðbrögðum þeirra flokka sem ekki skoruðu hátt hjá Ungum umhverfissinnum, sem fáir hafa heyrt um áður og enn færri munu heyra um aftur, mætti halda að úrslit sjálfra kosninganna gæti ráðist á þessari einkunn einni.

Hafa menn nú raunverulegar áhyggjur af því að kosningarnar 2021 verði minnst fyrir náttúruhakksát Sigmundar Davíðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir
Fréttir
Í gær

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember