fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Íslenskum keppanda refsað fyrir að dreifa nektarmynd af ólögráða einstaklingi – „Viðkvæmt og al­var­legt mál“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 16:44

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt keppnisbann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandin var settur í bannið vegna kynferðisbrotamáls. Mbl.is greindi frá.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch en það er eitt stærsta mótið í tölvuleiknum sem fram fer hér á landi. Keppandinn dreifði nektarmynd af öðrum keppanda í deildinni, myndin sem um ræðir var tekin áður en keppandinn varð lögráða og er málið því afar alvarlegt.

Björgvin Gunnar Björgvinsson Jacobsen, gæðastjóri mótsins Almenna, lýsir því hvernig tekið var á málinu. „Þegar þetta mál kom upp, var farið beint í að ræða við þolanda og í kjöl­farið ger­anda,“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Þar sem þetta er viðkvæmt og al­var­legt mál, þá var farið strax í að tala við skrif­stofu RÍSÍ um hver næstu skref væru og strax ákveðið að bann væri það eina í stöðunni. Var það í hönd­um RÍSÍ hversu langt bannið væri,“ en mótin heyra undir Rafíþróttasamtakanna og fylgir því lögum þeirra og reglum.

Keppandinn var settur í ævilangt bann en það gildir í 10 ár. Bannar það keppandanum að taka þátt í öllum mótum og keppnum sem eru á vegum Rafíþróttasambandsins.

Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtakanna, segir í samtali við mbl.is að hugur og stuðningur samtakanna sé fyrst og fremst á bakvið þolandann í málinu. „Inn­an Rafíþrótta­sam­taka ís­lands mun­um við alltaf taka stöðu með þolend­um og við skömm­umst okk­ar ekk­ert fyr­ir það að grípa til harðra viðlaga þegar svona er brotið á fólki.“

Hann segir að lokum að samtökin vilji byggja upp öruggt umhverfi í rafíþróttum og partur af því að skapa umhverfi þar sem þolendur þora að stíga fram sé að taka á brotum sem þessum. „Við störf­um eft­ir skýr­um ferl­um, sem kalla strax á aðgerðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“