Í gærkvöld var maður handtekinn í Kópavogi eða Breiðholti eftir að hann var sagður hafa ógnað ungmennum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Segir einnig að maðurinn hafi gert tilraun til að bíta lögreglumenn eftir handtöku. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum.
Í dagbókinni greinir einnig frá atviki sem mun hafa átt sér stað í Hafnarfirði eða Garðabæ í gærkvöld Kvörtuðu íbúar undan mönnum sem voru að lýsa inn í bíla. Lögregla vísaði einum óvelkomnum úr stigagangi.
Í Kópavogi eða Breiðholti var ennfremur tilkynnt um þjófnað á gaskút. Sást til bíls hins meinta þjófs í götunni og er málið í rannsókn.
Nokkrir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og einn maður var handtekinn fyrir eignaspjöll og óspektir.