Tveir hafa látist í þessari viku af völdum Covid-19 á gjörgæslusdeild Landspítala.
Í tilkynningu á vef Embætti landlæknis kemur fram að hinir látnu voru erlendir ferðamenn í heimsókn á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur fram að annar hinna látnu hafi verið á sjötugsaldri og bólusettur en hinn á sextugsaldri, óbólusettur. Báðir höfðu þeir verið veikir með COVID-19 í a.m.k. tvær vikur fyrir andlát.
Það hafa því 32 einstaklingar látist af völdum COVID-19 á Íslandi frá upphafi faraldurs.