Síðasta föstudag mætti nemandi í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum með loftbyssu í skólann og skaut úr henni þar. Málið hefur verið kært til lögreglu og er þar til rannsóknar. Víkurfréttir greina frá þessu.
Fram kemur að litlar skemmdir hafi orðið og enginn slasast vegna atviksins.
Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari FS, segir að nemandinn hafi sýnt félögum sínum byssuna, mundað hana, hleypt af og skotið endað á glerhurð.
Nemandinn er ekki orðinn lögráða. Honum hefur ekki vísað úr skólanum, heldur á að vinna að málinu ásamt foreldrum hans.