Minnt 66 greindust smitaðir með COVID-19 hér innanlands í gær. Staðan í dag er því sú að 932 eru sem stendur í einangrun, 1655 eru í sóttkví, 14 liggja inni á sjúkrahúsi og þrír eru á gjörgæslu. Líkt og greint var frá í morgun lést sjúklingur á sextugsaldri í gær, en hann er annað andlátið í vikunni vegna faraldursins.