fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þessir þurfa ekki að fara í sóttkví þegar nemandi greinist smitaður samkvæmt nýju leiðbeiningunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa verið birtar nýjar leiðbeiningar varðandi sóttkví á öllum skólastigum, í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum en með þessum nýju leiðbeiningum má ætla að færri þurfi að sæta sóttkví þegar smit kemur upp heldur en áður. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við þessar leiðbeiningar með breytingu á reglugerð sem tekur gildi á þriðjudaginn.

Leiðbeiningarnar má lesa í heild sinni hér

Mikil samskipti við smitaðan

Ef nemandi greinist smitaður af COVID tekur sóttkví til þeirra sem sá nemandi hafði mest samskipti við.

Samkvæmt leiðbeiningunum á þetta við þá sem:

  • Sátu við sama borð
  • Voru í vinnuhóp
  • Vinir og léku eftir skóla
  • Gæti verði allur bekkur eða hluti hans
    • Mat skólastjórnar og rakningateymis

Þeir sem falla undir ofangreint fara þá í sóttkví og svo í sýnatöku eftir 7 daga.

Ekki mikil samskipti – Smitgát

Þeir sem hafa verið í minni samskiptum við smitaðan einstakling, eða samskiptum sem teljast ekki mikil, fara í svonefnda smitgát en geta haldið áfram að mæta í skólann. Þeir eiga að fara í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og svo aftur eftir fjóra daga. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi eru svo boðaðir í PCR próf og hefst smitrakning þegar niðurstaða þess prófs liggur fyrir. Viðkomandi fer í einangrun um leið og niðurstaða hraðprófs liggur fyrir sé hún jákvæð.

Lítil sem engin samskipti – Einkennavarúð

Þeir sem voru í litlum sem engum samskiptum við smitaðan nemanda eiga að vera vakandi fyrir einkennum. Þetta á við þá sem eru í sama sóttkvíarhólfi en ekki á sama tíma á stöðum á borð við matsal. Þessir einstaklingar þurfa ekki að fara í sóttkví og ekki í hraðpróf heldur bara að fyglast með einkennum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“