Í gær greindust 71 einstaklingur með COVID-19 smit. Staðan er því sú í dag að 1.102 eru í einangrun, 2.167 eru í sóttkví, 22 eru innliggjandi á sjúkrahúsi og 7 á gjörgæslu.
Alls hafa rúmlega 10 þúsund greinst smitaðir hér á landi frá því að faraldurinn nam hér fyrst land.
Í dag eru 262.584 einstaklingar fullbólusettir samkvæmt tölfræðinni sem birtist á vefsíðunni covid.is.