fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sjö tilkynningar um máttleysi á þremur dögum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 18:00

Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 16. til 18. ágúst bárust sjö tilkynningar til Lyfjastofnunar um máttleysi og fimm sem gætu tengst skertri hreyfigetu, sem mögulegar aukaverkanir af bólusetningu við Covid-19. Þá hefur borist ein tilkynning um Guillain-Barre, sem er sjaldgæfur bólgusjúkdómur er veldur skyndilegu máttleysi eða doða í útlimum. Þetta kemur fram í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn DV.

Saga 19 ára stúlku sem er til meðferðar eftir vegna, að virðist, tímabundinnar lömunar eftir bólusetningu, hefur verið nokkuð í fréttum undanfarið. DV hefur ekki náð sambandi við stúlkuna til að fá upplýsingar um líðan hennar núna.

DV sendi eftirfarandi fyrirspurn til Lyfjastofnunar:

 „Á þriðjudag greindu fjölmiðlar frá því, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun, að átta tilkynningar hefðu borist undanfarið um skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Hefur þessum tilkynningum fjölgað frá því á þriðjudag og eru fyrirliggjandi upplýsingar um hvort einkennin hafi gengið til baka hjá einhverjum sem þessar tilkynningar varða?“ 

Svar Lyfjastofnunar er eftirfarandi:

„Á þessum þremur dögum (16-18. ágúst) hafa okkur borist 7 tilkynningar um máttleysi og 5 sem gætu tengst skertri hreyfigetu. Í flestum tilfellum er um að ræða skerta hreyfigetu í handlegg vegna bólgu og verks á stungustað, oftast gangast þessar aukaverkanir til baka á skömmum tíma.

Ein tilkynning hefur borist varðandi Guillain-Barré á þessu tímabili, en Guillain-Barre er sjaldgæfur bólgusjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi og byrjar yfirleitt með skyndilegu máttleysi eða doða í útlimum. Ekki hafa borist aðrar tilkynningar varðandi lömun.

Þegar okkur berast alvarlegar tilkynningar er þeim fylgt eftir eins fljótt og auðið er m.a. með tillliti til þess hvort einkenni hafi gengið til baka. Það getur tekið tíma að afla viðbótarupplýsinga t.d. ef verið er að bíða eftir rannsóknarniðurstöðum. Ef tilkynningar eru ekki metnar alvarlegar þá er þeim fylgt eftir þegar viðbótarupplýsingar vantar en tímalínur fyrir þær tilkynningar eru lengri en fyrir alvarlegar tilkynningar.

Í allri umfjöllun um tilkynningar vegna gruns um aukaverkun er mjög mikilvægt að fram komi að þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Slíkt er metið í hverju tilfelli fyrir sig.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“