Minnst 108 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Tekin voru um 4.500 sýni. Sextíu og átta voru fullbólusettir og 39 óbólusettir en einn hafði fengið fyrri sprautu.
Virk smit í landinu eru nú 1.204 en það er fjöldi þeirra sem eru í einangrun. 2.509 eru í sóttkví og 950 í skimunarsóttkví.
Tuttugu og sex eru nú á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af sjö á gjörgæslu.