fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Umferðarslys á Bústaðavegi – Ökumaðurinn með COVID og í vímu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 06:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi varð bílvelta á Bústaðavegi. Ökumaðurinn var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Auk þess er hann með COVID-sýkingu og átti að vera í einangrun. Hann var fluttur í sóttvarnarhús eftir aðhlynningu á slysadeild.

Um klukkan 21 hljóp maður í gegnum tvöfalt gler í kvikmyndahúsi í Vesturbænum þegar hann var að flýta sér út til að læsa bifreið sinni. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla hans.

Um klukkan 22.30 féll kona af hestbaki í Hafnarfirði og hesturinn ofan á hana. Talið er að hún hafi handleggsbrotnað og farið úr axlarlið. Hún var flutt á bráðadeild.

Á sjöunda tímanum í gær var akstur tveggja bifreiða stöðvaður á Breiðholtsbraut því skráningarnúmer bifreiðanna var hið sama. Ökumenn þeirra voru kærðir fyrir misnotkun skráningarmerkja og fleira. Annar þeirra reyndist vera án gildra ökuréttinda.

Um miðnætti var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti. Hann var vistaður í fangageymslu. Um klukkan fjögur var akstur ökumanns stöðvaður í Breiðholti en hann er grunaður um ítrekaðan akstur á gildra ökuréttinda. Bifreið hans reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmerin tekin af henni.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður rum að vera undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Bifreið hans reyndist ótryggð og voru skráningarnúmeri því tekin af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kveikt í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi

Kveikt í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

DV ræðir við móður manns sem ráðist var á með exi á laugardagsmorgun – „Svona árás getur endað sem morð“

DV ræðir við móður manns sem ráðist var á með exi á laugardagsmorgun – „Svona árás getur endað sem morð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: „Bara eitt íslenskt dýr sem er stranglega bannað í Húsdýragarðinum“

Jón Gnarr: „Bara eitt íslenskt dýr sem er stranglega bannað í Húsdýragarðinum“