fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Farþegi í vél útskriftarferðarhópsins lýsir hegðun krakkanna í vélinni – „Ekki hissa að hópurinn hafi komið heim smitaður“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 12:10

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi DV frá því að minnst 30 úr 80 manna útskriftarferð Flensborgar hafa greinst með Covid-19 í kjölfar heimkomu frá Krít þar sem hópurinn var í útskriftaferð. Margir áttu þá eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku og því var viðbúið að smitum í hópnum myndi fjölga í dag.

Sjá nánar: Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Í samtali við DV í gær sagði einn úr hópnum að fólk hafi verið farið að finna fyrir einkennum í flugvélinni. „Það voru allir hóstandi í fluginu,“ sagði sá.

DV náði tali af manni sem var farþegi í þessari sömu vél. Hann lýsir hegðun útskriftarnemanna sem óábyrgri og hvetur aðra farþega í þessu sama flugi, frá Krít sem lenti á föstudagskvöldið í Keflavík, til þess að fara í skimun.

Hann segir frétt um smit meðal útskriftarnemanna því miður koma sér lítið á óvart. „Mér ofbauð hegðun margra úr þessum hóp,“ segir maðurinn. Hann segir að hópurinn hafi haft að engu fyrirmæli um notkun grímu á meðan á flugi stóð og valsað á milli sætaraða til að spjalla við vini sína.

„Sérstaklega voru nokkrir strákar áberandi, sem sáu enga ástæðu til að bera grímu og virtust sannfærðir um að þeir væru svo æðislegir, að ekkert gæti komið fyrir þá.  Afar þröngt var á milli sæta í þessari flugvél og ekki voru sætin þægileg  –  enda voru þarna nokkrir krakkar, einkum strákar, sem gátu lítið setið kyrrir heldur fóru á milli sætaraða og kjöftuðu þar hver upp í annan, grímulausir.  Þeir létu sem þeir hvorki sæju eða heyrðu fyrirmæli áhafnar og komust upp með það,“ segir viðmælandinn jafnframt.

Hann segir flugþjóna og freyjur hafa lítið skipt sér af hópnum. „Þetta var erlend leiguvél með erlendri áhöfn sem talaði lélega ensku,“ segir maðurinn. „Það komu þó reglulega tilkynningar í hátalarakerfið þar sem minnt var á grímunotkun.“

„Þó þarna væru menntaskólakrakkar í útskriftarferð, minnti hegðun sumra þeirra meira á 12 ára krakka í ólátabekk, en krakka um tvítugt.  Mátti meðal annars sjá stráka úr hópnum henda bréfakúlum og tómum plastflöskum hver í annan milli sætaraða,“ segir hann jafnframt.

„Við hjónin fórum í sýnatöku í gær, laugardag og vorum án einkenna, enda það heppin að vera ekki í næstu sætum við krakka úr þessum hóp. Það má mikið vera ef þau hafa ekki náð að dreifa smiti á einhverja farþega utan eigin hóps. Vonandi fara allir farþegar vélarinnar í sýnatöku sem fyrst,“ segir maðurinn.

Maðurinn segist auðvitað finna til með unga fólkinu, að geta ekki fagnað útskrift eins og á að gera.

„Auðvitað skil ég að unga fólkið vill hafa gaman og er að skemmta sér í útskriftarferð, en það verður líka að muna hvað er í gangi í samfélaginu. Og ef þau voru farin að finna fyrir einkennum áður en þau fóru af stað þá var þetta ennþá meira kæruleysi,“ lýsir hann. „Við hjónin erum náttúrulega orðin svo gömul að við fylgjum heilögum Þórólfi í einu og öllu og drifum okkur því í skimun,“ segir hann kíminn, en bæði fengu þau neikvætt svar úr þeirri skimun, sem betur fer.

Hann segir vélina hafa verið svo til fulla og langt flug, sex tímar. „Þetta eru auðvitað kjöraðstæður til þess að dreifa veirunni.“

Hann vill þó taka fram að það var ekki að sjá nein ölvun á hópnum, og ef ekki hefði verið fyrir Covid-19 faraldurinn, þá hefði hegðun hópsins verið til fyrirmyndar. „Þau verða bara að muna að þetta eru ekki venjulegir tímar,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar