fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Banamaður Daníels handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júlí 2021 14:30

Razvan Nicolas. Skjáskot Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur rúmenskur maður, Razvan Nicolas, sem varð Daníel Eiríkssyni að bana þann 2. apríl síðastliðinn, verið handtekinn.

Daníel Eiríksson fannst illa leikinn á jörðinni fyrir utan heimili sitt í Kópavogi, aðeins tveimur klukkustundum áður en hann átti að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í aðdraganda innlagnar inn á meðferðarheimilið Vog. Daginn eftir, þann 3. apríl, var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Í kjölfarið voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt úr haldi. Razvan Nicolas var þá einn grunaður í málinu en hann er talinn hafa ekið á Daníel. Razvan ber því við að um slys hafi verið að ræða, Daníel hafi hangið utan á bílnum og fallið í jörðina þegar maðurinn ók burtu. Líkt og DV hefur greint frá leggja ástvinir Daníels lítinn trúnað á þá frásögn.

Razvan rauf farbann fyrir skömmu og fór úr landi á fölskum skilríkjum. Þegar síðast var vitað stóð til stefndi lögregla að því að fá útgefna á hann alþjóðlega handtökuskipun. Lögregla gaf DV ennfremur þær upplýsingar hún að ætti von á að hafa hendur í hári mannsins.

Razvan hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann flúði úr landi og meðal annars sýnt seðlabúnt og skartgripi og stært sig af lífsstíl sínum. Fjölskylda Daníels heitins staðhæfir að Razvan hafi aflað sér fjármuna með fíkniefnasölu.

Sjá einnig: Seðlabúnt, skartgripir og flugferðir: Banamaður Daníels birtir myndbönd á TikTok

Ekki hefur fengist staðfest hvar Razvan var handtekinn en það var að öllum líkindum í Rúmeníu. Ekki náðist í Margeir Sveinsson hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar, en hann hefur svarað fyrir málið fyrir hönd lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi