fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Orðið á götunni – „Sturlunarástand“ í íslenskri ferðaþjónustu – „Þetta er bara rugl“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. júlí 2021 08:30

Gríðarlega langar raðir eru nú á hverjum degi á Keflavíkurflugvelli. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjört ófremdarástand ríkir nú í íslenskri ferðaþjónustu, en fjölgun ferðamanna hefur farið fram úr björtustu vonum á undanförnum vikum. Bæði hafa fleiri ferðamenn lagt leið sína til landsins undanfarnar vikur og þeir sem koma dvelja lengur.

Það ætti að hljóma sem góðar fréttir en vandræðin felast í því að mjög erfiðlega gengur að manna stöður í ferðaþjónustufyrirtækjum. Segja þeir sem til þekkja að samverkandi þættir koma í veg fyrir að hægt sé að manna vaktir. Í fyrsta lagi hafi margir snúið til annarra starfa þar sem þeir eru skuldbundnir. Enn aðrir hófu nám í Covid fárinu og eru því aðeins lausir í sumarstörf. Erlendir starfsmenn snéru margir til síns heima. Að lokum er því slengt fram að margir séu komnir á bætur og hugsi sig tvisvar um áður en þeir slíta sig lausa þaðan.

Herma heimildir DV að bílaleigurnar séu jafnframt í miklum vandræðum um þessar mundir. Umframeftirspurnin eftir bílaleigubílum sé slík að eftirspurn eftir nýjum bílum hafi rokið upp og bílaumboðin hafa ekki undan. Segir sagan að ónefnd bílaleiga hafi „hreinsað lagerinn“ af alls kyns bílum hjá bílaumboði í þar síðustu viku. Sjálfskiptir, beinskiptir, hvítir, svartir, stórir litlir, skipt ekki máli. „Ég tek allt sem þú átt,“ eru einkunnarorð bílaleiganna nú, samkvæmt heimildum DV.

Verst er þó ástandið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða skipulagðar ferðir frá Reykjavík. Erfiðlega gengur að fá fólk með meirapróf og með næga þekkingu á landinu til þess að leiðsegja slíkar ferðir. Ferðir að eldfjallinu seljast upp og hafa rútufyrirtæki landsins ekki undan.

Sum fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að ferja erlent starfsfólk sem var flutt til síns heimalands aftur til landsins á kostnað fyrirtækisins. Önnur hafa leitað á náðir Facebook hópa og auglýst eftir starfsfólki eftir hefðbundnum leiðum.

Þó er ekki þar með sagt að Covid sárin séu að fullu gróin. Mörg fyrirtækjanna sigla nú inn í uppbyggingarskeið lurkum lamin, flest með 18 mánaða taprekstur á bakinu. Þá er mikil óvissa með framhaldið sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki skuldbindi sig um of. Samningar sem gerðir eru þjónustuaðila á milli eru flestir til skamms tíma. Fyrirtækin eru því rög við fastráðningar.

Til þess að fyrirtækin geti farið að skipuleggja sig lengur fram í tímann þarf fyrst að sjá hvernig rætist úr haustinu og vetrinum, segja heimildarmenn DV. Uppistaða ferðamanna í dag eru bandarískir, sem hafa hingað til verið sumartúristar. Fyrir Covid tóku Evrópumenn haustvaktina áður en ferðamenn frá Austur-Asíu tóku við og héldu vetrinum uppi. Nú liggur fyrir að mörg Evrópulönd eru ekki komin langt með bólusetningar og halda enn uppi ströngum takmörkunum á sínum landamærum. Þá hafa Kínverjar ekki opnað sín landamæri að fullu enn. Því er mörgum spurningum enn ósvarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst