Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ljóst er að djammið er komið aftur á fullt. 8 einstaklingar voru til að mynda stöðvaðir í gær grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var nokkuð um hávaðakvartanir í miðbænum. Nokkuð var um slys í gær, einn slasaðist á rafskútu, einn datt fyrir utan skemmtistað og einn datt inni á skemmtistað.
Þegar líða fór á nóttina var mikið um að vera í miðbænum, því fylgdu slagsmál. „Undir morgun var mikill erill í miðbænum og þurfti lögregla að stíga nokkrum sinnum inn í slagsmál sem voru að brjótast út fyrir utan skemmtistaði. Einnig tilkynnt um slagsmál á milli aðila.“