fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Ekkert reply-all á CCið hans Bensa? Hugmyndir Bensa um hliðarframboð Viðreisnar munu enda með tárum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. júlí 2021 10:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir pínlegt samstuð Benedikts Jóhannessonar og við forystusveit Viðreisnar á dögunum virðist hann ekki af baki dottinn. Benedikt viðraði á dögunum hugmyndir sínar um CC lista, nokkurs konar hliðarframboð við Viðreisn. Einhverjir tóku þeim fréttum svo að Benedikt væri þar að hóta að kljúfa sig frá Viðreisn. Kljúfa sig frá klofningnum. Svo er ekki. Miðar hugmynd Benedikts að því að bjóða fram lista, atkvæði hvers yrðu svo talin með „aðal“ framboði Viðreisnar, C-listans, og myndu nýtast honum þegar kæmi að útdeilingu jöfnunarsæta.

Sagt er að Benedikt hamist nú við að útfæra þessa hugmynd sína og að hann ætli sér að bera CC-ið sitt undir Landsþing Viðreisnar. Litlar líkur eru taldar á því að hann fái jákvætt reply á CC-ið, og engar líkur á reply-all. Miðað við hvernig Benedikt brást við síðast þegar hann fékk ekki sínu framgengt innan flokksins, er ljóst að hann verður ekki kátur ef fer sem horfir.

Í umfjöllun sinni um málið í lok síðasta mánaðar sagði Kjarninn frá því að Benedikt byggði hugmyndir sínar á fordæmum Hannibals Valdimarssonar frá árinu 1967 og Ingólfs Guðnasonar frá 1983. Listi Hannibals fékk listabókstafinn GG, en Ingólfs BB.

Hugmyndir Benedikts um að vekja undirframboðsdraug íslenska kosningakerfisins upp úr fjögurra áratuga löngum svefni hljóta að teljast ólíklegar til sigurs. Viðreisn er ungur flokkur sem teflir nú fram listum í Alþingiskosningum í þriðja sinn á sex árum. Fyrst fékk flokkurinn sjö menn kjörna árið 2016, en þingmönnunum fækkaði í fjóra í kosningunum 2017. Í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup mældist flokkurinn með 10,9% fylgi og má samkvæmt því gera ráð fyrir að hann nái sjö hið minnsta inn.

Flokkurinn hefur undanfarna daga tilkynnt veigamikla lista með hverri sleggjunni á fætur annarri í efri sætum listans. Nægir þar að nefna Sigmar Guðmundsson fréttamann og Daða Má Kristófersson prófessor og auðlindahagfræðing. Eina innanflokkssleggjan sem ekki er að finna á listanum er líklega bara Benedikt sjálfur, en honum var ekki boðið sæti á lista af uppstillingarnefndum flokksins fyrir komandi kosningar, þrátt fyrir yfirlýsingar Benedikts um að hann vildi og myndi þiggja slíkt boð. Reyndar var honum boðið heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavík. Því var tekið sem móðgun og deildu aðilar næstu daga um hvort Benedikt hafi krafist afsökunarbeiðni eða ekki.

Hvernig sem heiðurssætistilboðum líður, er ljóst að Benedikt er ekki í framboði fyrir C lista Viðreisnar í komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi