fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanleg skilaboð tveimur dögum fyrir morðið í Rauðargerði – Ætlaði að „fylla maga Armando af byssukúlum“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 17. júlí 2021 22:15

Angjelin Sterkaj og húsið í Rauðagerði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur birt um það bil tuttugu úrskurði er varða Rauðagerðismálið. Rúv greindi fyrst frá þessu. Úrskurðirnir sem birtust varpa ljósi á rannsókn lögreglunnar á málinu, og veita mögulega innsýn í líf sakborninga og fórnarlambsins Armando Beqiri.

Morðið var framið í Rauðagerði aðfaranótt síðastliðins valentínusardags, 14. febrúar. Þar var Armando Beqiri drepinn. Angjelin Sterkaj hefur játað verknaðinn, en þrír aðrir sakborningar neita sök í málinu.

Eitt helsta umfjöllunarefni úrskurðanna eru meint tengsl Antons Kristins Þórarinssonar, betur þekktur sem Toni, við morðið. Það hefur verið rannsakað hvort Angjelin og hinir sakborningarnir hafi verið fluttir hingað til lands sem lífverðir fyrir Tona, vegna ótta hans við Armando.

Í einum úrskurðinum má lesa um rifrildi sem Angjelin Sterkaj segist hafa átt við Armando. Rifrildið hafi átt sér stað tveimur dögum fyrir morðið. Um er að ræða afskaplega óhugnanleg skilaboð í ljósi þess sem síðar átti eftir að eiga sér stað.

Þar hafi Armando haldið því fram að Angjelin hefði flutt inn menn til að verða honum að bana. Þá hafi þeir hótað hvor öðrum, en Angjelin hótað lífláti. Hann viðurkenndi að hafa sagt þegar myndi hann hitta Armando myndi hann „fylla maga hans af byssukúlum“.

Tveimur dögum seinna var Armando drepinn fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Hann var skotinn níu sinnum, í búk og höfuð. Hann var frá Albaníu, en hafði búið hér um árabil og lét eftir sig ólétta eiginkonu og barn.

Lögregla hefur greint frá því að grunur leiki á að Armando hafi haft tengsl við skipulagða brotastarfsemi hér á landi og um tíma var óttast að menn tengdir honum myndu hefna fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst