fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Maðurinn sem sveik Íslendingana kom sér aftur í vandræði

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 14:00

Mynd: Liverpool Echo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig O’Donohue hefur verið handtekinn fyrir að selja eiturlyf, nánar tiltekið kókaín og heróín. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem Craig kemst í kast við lögin en árið 2015 var hann dæmdur fyrir að svindla á knattspyrnustuðningsmönnum. Craig, sem er í dag 35 ára gamall, stundaði það að selja falska miða en samkvæmt frétt Liverpool Echo urðu Íslendingar fyrir barðinu á honum.

Tjónið sem fólk varð fyrir vegna svika Craig var oftar en ekki afar mikið. Það komst ekki upp um að miðarnir væru falskir fyrr en fólkið sem keypti þá var komið á völlinn, þá var búið að borga fyrir flug, gistingu og fleira. Ásamt því að hafa svikið Íslendinga þá er tekið fram að Ítalir hafi líka lent illa í Craig en hann var ekki stöðvaður fyrr en lögmaður frá Florida lenti í honum. Lögmaðurinn lét lögregluna vita og fljótlega var Craig gripinn og dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Fangelsisdvölin snéri Craig því miður ekki á beinu brautina, hann hafði reyndar setið inni áður. Craig hefur nefnilega alls verið dæmdur 14 sinnum fyrir alls 24 lögbrot. Nýjasta brotið hans er einmitt eiturlyfjasalan, lögreglumenn í ómerktum bíl sáu Craig selja eiturlyf og ætluðu að handtaka hann. Craig sá þá lögreglumennina og hjólaði í burtu á fjallahjóli. Hann stoppaði við tréstubb og var þar í smá stund áður en hann hjólaði aftur áfram. Lögreglan náði honum þá og handtók hann.

Lögreglunni fannst grunsamlegt að Craig hafði stoppað við þennan tréstubb svo ákveðið var að athuga hvort hann hafi skilið eitthvað eftir þar. Það var raunin en Craig hafði skilið eftir plastpoka sem innihélt rúm 2 kíló af heróíni og mikið magn af kókaíni. Þegar Craig var handtekinn var hann með 628 pund í seðlum á sér. Hann vildi meina að það hafi nú ekki komið vegna eiturlyfjasölu heldur frá veðmangara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár