fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Ingó og Villi senda sjötta kröfubréfið á Silju Björk

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 11:28

Samsett mynd. Mynd af Silju: Fréttablaðið/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Björk Björnsdóttir, fyrirlesari, rithöfundur og einn þáttastjórnenda hlaðvarpsins Kona er nefnd, á von á kröfubréfi frá lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrir hönd tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem yfirleitt er kallaður Ingó Veðurguð. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum þeirra varðar bréfið ummæli sem Silja birti á Twitter-síðu sinni í kjölfar þess að hin 5 kröfubréfin voru send út.

Í ummælunum sem um ræðir segir Silja það vera geggjað að milljarðamæringurinn Haraldur Þorleifsson ætli að borga allan málskostnað og miskabætur fyrir þá sem hafa fengið bréf. Silja spyr svo að lokum hvort fólk sé ekki sammála henni um að moka ekki peningum í „nauðgara og barnaníðing“.

Hér fyrir neðan má sjá ummælin sem um ræðir:

„Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en….erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara???“

Silja tjáði sig um málið í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Þar sagðist hún ekki hafa séð kröfubréfið og að henni finnist ummælin vera frekar hlutlaus. „Þetta er sett fram á mjög hlutlausan hátt og enginn er nefndur á nafn nema Halli. Þetta er almennt yfirlýsing um ástandið í þjóðfélaginu og í dómskerfinu frekar en eitthvað annað. Ef einhver aðili hefur tekið þetta til sín persónulega þá verður sá sami að eiga það við sjálfan sig,“ segir hún.

Hinir 5 aðilarnir sem hafa fengið kröfubréf frá Vilhjálmi og Ingólfi eru Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, Ólöf Tara Harðardóttir hjá baráttuhópnum Öfgum, Edda Falak áhrifavaldur og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson, markaðsstjóri hjá Tjarnarbíó og aktívisti. Öll eru þau krafin um að draga ummælin sín til baka auk þess að biðjast afsökunar og borga milljónir í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi