Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að banna drónaflug og flug annarra fjarstýrðra loftfara í kringum bandaríska herskipið USS Roosevelt. Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook.
Óheimilt verður að fljúga drónum innan 400 metra radíusar frá herskipinu, bæði meðan það er innan íslenskrar landhelgi og á meðan það liggur við höfnina í Skarfabakka.
Í færslunni kemur fram að bannið taki gildi á morgun og gildi til og með 22. júlí næstkomandi. Þá kemur einnig fram að bannið sé í gildi allan sólarhringinn þessa daga.