fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Björn Ingi telur að lítil stemning sé í samfélaginu fyrir hertum sóttvarnaaðgerðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og Covid-rýnir, telur að mun minni stemning sé í samfélaginu fyrir hertum sóttvarnaaðgerðum en á sama tíma síðasta sumar þegar þriðja bylgja Covid-19 hófst. Núna sé þorri þjóðarinnar bólusettur og fólk síður tilbúið að kyngja því að þörf sér á hertum takmörkunum.

Þetta kom fram í spjalli Björns Inga við Bylguna síðdegis. 

Allmörg smit af hinu bráðsmitandi Delta-afbrigði veirunnar hafa greinst undanfarið og hefur verið um veldisvöxt að ræða undanfarna daga, en smitin í gær voru tíu. Með áframhaldrandi aukningu verður þörf á að grípa til aðgerða. Ástandið er þó annað en á sama tíma fyrir ári því nú liggur enginn veikur á spítala með sjúkdóminn.

„Þórólfur var áhyggjurfullur, hann var áhyggjufyllri en ég hef oft séð hann,“ segir Björn Ingi um yfirbragð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag, fyrsta fundinum af því tagi í langan tíma. Björn segir enn fremur:

„Þetta kemur kannski ankannalega út núna vegna þess að við teljum okkur vera vel sett miðað við flestar aðra þjóðir gagnvart bólusetningu og öðru slíku. En bara það að þau séu að halda upplýsingafund núna segir auðvitað að þeim er ekki sama um það sem er að gerast og þau vita að það erfiðara að koma þessum boðskap á framfæri núna, það er minni stemning í samfélaginu fyrir einhverju tali um sóttvarnir og hertar takmarkanir þegar allir eru að njóta þess að vera í sumarfríi og njóta þess að það séu engar takmarkanir í gildi. Það lá alveg í orðum hans að hann er að velta fyrir sér hertum reglum og hann viðurkenndi alveg að eflaust væri engin stemning fyrir slíku í samfélaginu.“

Björn Ingi segir jafnframt að staðan núna hafi í raun verið fyrirsjáanleg. Það liggur fyrir að bólusettur maður getur smitast af veirunni en hann veikist minna.

Helsta ástæða fjölgunar smita er talin vera opnun landamæranna. Telur Björn líklegra að gripið verða til takmarkana á landamærum en til samkomutakmarkana innanlands. Efnahagslífið sé hins vegar komið á fulla ferð og ferðaþjónustan hefur lítinn áhuga á hömlum á innstreymi fólks til landsins.

Björn Ingi segir mikill fjöldi ferðamanna undanfarið hafi komið sóttvarnayfirvöldum í opna skjöldu. Þann 1. júlí var tekin ákvörðun um að hætta að skima bólusetta ferðamenn sem koma til landsins, ljóst er að það hefur valdið fjölgun smita. „Þess vegna er Delta-afbrigði veirunnar komið inn í landið, sem er miklu meira smitandi en fyrri afbrigði og er að valda öllum nágrannaríkjum okkar vandræðum,“ segir Björn Ingi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld